Körfubolti

Farnir að leika eftir Kobe og Shaq

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anthony Davis og LeBron James.
Anthony Davis og LeBron James. Getty/Steve Dykes

Anthony Davis og LeBron James voru afar atkvæðamiklir í tuttugasta og fyrsta sigri Los Angeles Lakers á tímabilinu í nótt og náðu því saman liðsfélagar hafa ekki afrekað saman í Lakers í meira en sextán ár.

Anthony Davis var með 50 stig og 6 stoðsendingar og LeBron James bætti við 32 stigum og 13 stoðsendingum. Saman voru þeir því með 82 stig og 19 stoðsendingar.

LeBron James og Anthony Davis hafa þar með skorað yfir 70 stig saman í tveimur leikjum í röð en það hefur ekki gerst hjá liðsfélögum Lakers síðan árið 2003.



LeBron James og Anthony Davis eru nefnilega farnir að leika eftir Kobe Bryant og Shaquille O'Neal.

Kobe og Shaq voru síðast með yfir 70 stig saman í tveimur leikjum í röð í lok mars 2003. Enginn hafði náð því fyrr en í nótt.

Anthony Davis var með 89 stig í þessum tveimur leikjum og LeBron James bætti við 63 stigum og 21 stoðsendingu. Saman nýttu þeir 61 prósent skota sinna í þessum tveimur leikjum þar af settu þeir niður 11 af 22 skotum fyrir utan þriggja stiga línuna.

Los Angeles Lakers vann þrjá NBA-meistaratitla með Kobe Bryant og Shaquille O'Neal saman í liðinu en þeir komu í hús frá 2000 til 2002.

Tveir 70+ stiga leikir í röð hjá liðsfélögum í Lakers:

2019-20

Sigur á Minnesota - 82 stig (Anthony Davis 50, LeBron James 32)

Sigur á Portland - 70 stig (Anthony Davis 39, LeBron James 31)

2002-03

Sigur á Houston- 70 stig (Shaquille O'Neal 39, Kobe Bryant 31)

Sigur á Washington - 81 stig (Shaquille O'Neal 26, Kobe Bryant 55)

Getty/Harry How
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×