Handbolti

Framarar gefa út jólalag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jólastrákarnir í Fram.
Jólastrákarnir í Fram. vísir/bára

Leikmenn meistaraflokks karla í handbolta í Fram hafa gefið út jólalag.

Lagið ber nafnið „FRAM að jólum“ en hlýða má á það hér fyrir neðan.

Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram, er forsöngvari. Bróðir hans, Þorgrímur Smári, og fleiri leggja til bakraddir.

Í frétt á heimasíðu Fram segir að félagið sé það fyrsta á Íslandi, og mögulega í heiminum, sem sendir frá sér jólalag.

Fram gerði jafntefli við ÍBV í Eyjum, 23-23, á laugardaginn. Liðið fékk þá sitt fyrsta stig undir stjórn Halldórs Sigfússonar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.