Handbolti

Framarar gefa út jólalag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jólastrákarnir í Fram.
Jólastrákarnir í Fram. vísir/bára

Leikmenn meistaraflokks karla í handbolta í Fram hafa gefið út jólalag.Lagið ber nafnið „FRAM að jólum“ en hlýða má á það hér fyrir neðan.Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram, er forsöngvari. Bróðir hans, Þorgrímur Smári, og fleiri leggja til bakraddir.Í frétt á heimasíðu Fram segir að félagið sé það fyrsta á Íslandi, og mögulega í heiminum, sem sendir frá sér jólalag.Fram gerði jafntefli við ÍBV í Eyjum, 23-23, á laugardaginn. Liðið fékk þá sitt fyrsta stig undir stjórn Halldórs Sigfússonar.
Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.