Handbolti

Eyjamenn náðu í stig á siðustu stundu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV.
Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV. vísir/valli

ÍBV og Fram skildu jöfn í Olís-deild karla í handbolta í dag þegar liðin áttust við í Vestmannaeyjum í dag.

Nokkuð jafnræði var með liðunum stóran hluta leiksins þó gestirnir úr Safamýrinni hafi haft frumkvæðið lengstum. 

Framarar leiddu með tveimur mörkum í leikhléi, 11-13 og voru tveimur mörkum yfir, 21-23, þegar ein mínúta lifði leiks.

Gestirnir fóru hins vegar illa að ráði sínu á lokakaflanum á meðan Friðrik Hólm Jónsson gerði síðustu tvö mörk leiksins og tryggði heimamönnum þar með eitt stig. Lokatölur 23-23. 

Kristján Örn Kristjánsson var markahæstur Eyjamanna með 5 mörk en Kristinn Hrannar Bjarkason markahæstur hjá Fram, einnig með 5 mörk.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.