Handbolti

Afturelding fyrsta liðið í átta liða úrslit Coca-Cola bikarsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aftureldingar-menn fagna.
Aftureldingar-menn fagna. vísir/bára
Afturelding er komið í 8-liða úrslit Coca-COla bikars karla eftir sigur á KA í kvöld.Afturelding tók á móti KA í slag úrvalsdeildarliðanna í Mosfellsbænum í kvöld en Mosfellingar voru sterkari nær allan leikinn.Þeir voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 14-10, og þrátt fyrir áhlaup gestanna að norðan þá var Afturelding sterkari aðilinn.Þeir unnu að lokum með þriggja marka mun, 29-26, en leikurinn er fyrsti leikurinn í 16-liða úrslitunum. Þremur leikjum er ólokið í kvöld.Síðari fjórir leikirnir í 16-liða úrslitunum verða leiknir annað kvöld. Þar ber hæst að nefna leik Hauka og Vals.Þorsteinn Gauti Hjálmarsson gerði átta mörk fyrir Aftureldingu og Guðmundur Árni Ólafsson fimm.Daníel Örn Griffin skoraði sex fyrir KA en þeir Andri Snær Stefánsson, Dagur Gautason og Patrekur Stefánsson fjögur hver.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.