Körfubolti

Hetja Stjörnunnar á Akureyri ældi á gólfið í hálfleik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tomsick seldi upp í hálfleik.
Tomsick seldi upp í hálfleik. mynd/stöð 2 sport
Nikolas Tomsick tryggði Stjörnunni sigur á botnliði Þórs á Akureyri, 101-104, í fyrsta leik 8. umferðar Domino's deildar karla í gær.

Tomsick setti niður þriggja stiga skot í þann mund sem leiktíminn rann út. Þetta er önnur sigurkarfa Tomsicks á tímabilinu en hann tryggði Stjörnunni einnig sigur á Njarðvík og Val.

Tomsick átti frábæran leik í gær og skoraði 44 stig. Frammistaðan var enn merkilegri fyrir þær sakir að hann ældi um leið og flautað var til hálfleiks.

Hann lét veikindin ekki aftra sér og skoraði grimmt í seinni hálfleik. Í 4. leikhluta setti Tomsick niður fimm þriggja stiga skot.

Alls skoraði Tomsick ellefu þriggja stiga körfur í leiknum úr 17 tilraunum (65%).

Með sigrinum jafnaði Stjarnan Keflavík að stigum á toppi deildarinnar.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.