Körfubolti

Sigur­karfa Tomsick sem bjargaði Stjörnunni | Mynd­band

Anton Ingi Leifsson skrifar
Nick Tomsick reyndist hetja Stjörnunnar er þeir unnu þriggja stiga sigur á Þór Akureyri, 104-101, í spennutrylli norðan heiða í kvöld.Leikurinn var fyrsti leikur umferðarinnar í Dominos-deild karla og flestir bjuggust við auðveldum sigri Stjörnunnar enda Þórsarar á botni deildarinnar án stiga.Heimamenn bitu hins vegar frá sér og voru lengi vel yfir í leiknum en staðan var hins vegar jöfn, 101-101, er þrjár sekúndur voru eftir.Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, tók þá leikhlé. Hann teiknaði upp kerfi fyrir Nick Tomsick sem setti niður þriggja stiga körfu og tryggði Stjörnunni sigurinn.Tomsick var algjörlega magnaður í leiknum en hann skoraði 44 stig og var stigahæsti leikmaður vallarins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.