Körfubolti

Sigur­karfa Tomsick sem bjargaði Stjörnunni | Mynd­band

Anton Ingi Leifsson skrifar

Nick Tomsick reyndist hetja Stjörnunnar er þeir unnu þriggja stiga sigur á Þór Akureyri, 104-101, í spennutrylli norðan heiða í kvöld.

Leikurinn var fyrsti leikur umferðarinnar í Dominos-deild karla og flestir bjuggust við auðveldum sigri Stjörnunnar enda Þórsarar á botni deildarinnar án stiga.

Heimamenn bitu hins vegar frá sér og voru lengi vel yfir í leiknum en staðan var hins vegar jöfn, 101-101, er þrjár sekúndur voru eftir.

Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, tók þá leikhlé. Hann teiknaði upp kerfi fyrir Nick Tomsick sem setti niður þriggja stiga körfu og tryggði Stjörnunni sigurinn.

Tomsick var algjörlega magnaður í leiknum en hann skoraði 44 stig og var stigahæsti leikmaður vallarins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.