Handbolti

Bikarmeistararnir og ÍR örugglega áfram | Stjarnan marði HK

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ásbjörn Friðriksson gerði sex mörk í kvöld.
Ásbjörn Friðriksson gerði sex mörk í kvöld. vísir/bára
Stjarnan er komið áfram í 8-liða úrslit Coca-Cola bikarsins eftir þriggja marka sigur á HK, 27-24, er liðin mættust í Garðabænum í kvöld.

Staðan var jöfn í hálfleik 13-13 en heimamenn voru sterkari aðilinn í síðari hálfleik. Markahæstur þeirra var Leó Snær Pétursson með sjö mörk en Tandri Már Konráðsson gerði sex.

Hjá HK var Kristófer Andri Daðason markahæstur með átta mörk og Þorgeir Bjarki Davíðsson gerði sex.

FH burstaði Gróttu er liðin mættust á Seltjarnanesi í kvöld og er því einnig komið áfram. Lokatölur 36-17 eftir að bikarmeistararnir hefðu leitt 18-8 í hálfleik.

Birgir Már Birgisson fór á kostum í liði FH og skoraði ellefu mörk en Ásbjörn Friðriksson bætti við sex.

Jóhann Reynir Gunnlaugsson gerði fimm mörk fyrir Gróttu og Brynjar Jökull Guðmundsson fjögur.

ÍR lenti í engum vandræðum með Grill 66-deildarliðið, Míluna, en Breiðhyltingar unnu 34-17 sigur í Breiðholtinu í kvöld. Staðan var 19-7 í hálfleik.

Sveinn Andri Sveinsson og Sveinn Brynjar Ásgeirsson skoruðu sex mörk hvor hjá ÍR en Hörður Másson gerði fjögur mörk fyrir gestina.

Haukar komust svo einnig í átta liða úrslitin í kvöld.

Liðin í átta liða úrslitunum:

Afturelding

ÍBV

Fjölnir

Selfoss

Haukar

ÍR

FH

Stjarnan
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.