Körfubolti

Valur í vandræðum: „Þetta eru eins og byrjendur“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Strákarnir ræða málin í gær.
Strákarnir ræða málin í gær. vísir/skjáskot
Allt hefur gengið á afturfótunum hjá Val í Dominos-deild karla en liðið fékk skell gegn Grindavík á fimmtudagskvöldið.

Valur er í 10. sæti deildarinnar með sex stig en boginn var spenntur hátt fyrir leiktíðina á Hlíðarenda.

Dominos Körfuboltakvöld gerði upp vandræði Vals í þætti sínum í gær en liðið hefur tapað fjórum leikjum í röð.

„Þegar maður horfar á Val spila þá er eins og þeir hafi enga trú á því sem þeir eru að gera. Eru þeir ekki að hlusta á manninn í brúnni eða eru menn ekki að tengja?“ sagði Hermann Hauksson, einn spekingurinn.

„Við erum búnir að sjá þrjár sendingar núna. Þetta eru eins og byrjendur,“ áður en Kristinn Friðriksson tók við boltanum.

„Þetta hefur gerst eftir að gæinn hætti í hálfleik. Ég hélt að það myndi svínvirka með Pavel að stjórna þessu meira en svo er greinilega ekki. Pavel hefur ekki spilað vel síðan hann fór.“

Innslagið um Val má sjá hér að ofan.

Klippa: Vesen á Valsmönnum





Fleiri fréttir

Sjá meira


×