Handbolti

Leó Snær: Þetta er óásættanlegt

Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar
Leó í Stjörnubúningnum.
Leó í Stjörnubúningnum. vísir/bára
„Þetta ætlar ekki neinn endi að taka,“ sagði Leó Snær Pétursson, leikmaður Stjörnunnar eftir enn eitt tapið í kvöld. Stjarnan tapaði með fimm mörkum fyrir Val á heimavelli í kvöld. 

„Í dag var þetta mikið af töpuðum boltum og skíta feilar sem eru alltof dýrir á móti liði eins og Val“ 

„Alltaf þegar við vorum á leiðinni að fara að gera einhver áhlaup þá ákváðum við frekar að kasta boltanum útaf eða í hendurnar á Valsmönnum. Það var rosalega sunnudagur í þessum leik, að öllu leyti. Ef við hefðum komið með smá stemningu í þetta og haft smá vilja þá hefðum við mögulega getað eitthvað í dag“ sagði Leó Snær sem segir mikið hafa vantað uppá karakter liðsins í leiknum

Stjarnan er aðeins með einn sigur þegar mótið er hálfnað en fjögur jafntefli. Liðið er með 6 stig í 10 sæti deildarinnar sem verður að teljast mikil vonbrigði fyrir þetta vel mannaða lið. Leó Snær segir það augljóst að þetta séu vonbrigði og að þeir þurfi að fara að vinna leiki

„Það er augljóst að við þurfum að fara að fá einhverja punkta á töfluna“ 

„Þetta er óásættanleg stigastöfnun. Mótið er hálfnað svo það er nóg eftir og ég er 100% á því að við verðum sterkari á seinni hlutanum. Þetta er bara undir okkur sjálfum komið hvernig við ætlum að tækla þetta, menn geta falið sig ofan í einhverri gröf en hjá liðinu er það ekki í boði. Við ætlum að koma tvíelfdir til baka.“ sagði Leó Snær bjartsýnn á framhaldið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×