Geðheilbrigði stúdenta Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 25. nóvember 2019 14:00 Í ávarpi heilbrigðisráðherra á heilbrigðisþingi 15. nóv sl. sagði hún að fjármagn er takmarkað í heilbrigðismál. Það er miður, en staðreynd eins og þegar kemur að öllum málaflokkum.Geðheilsa stúdenta á Íslandi Heilsa stúdenta og sérstaklega geðheilsa hefur verið áherslumál Stúdentaráðs síðustu tvö ár. Geðheilbrigðismál og aukið aðgengi að úrræðum fyrir ungt folk til að takast á við andlega heilsu er forgangsmál. Vert er að rifja upp rannsókn frá 2018 þar sem fram kom að 34,4% nemenda í HÍ, HR og HA mældust yfir klínískum mörkum þunglyndi og tæp 20% yfir klínískum mörum kvíða. Stúdentaráð hefur síðan þá fengið frekari kynningu á öðrum rannsóknum sem eru nú til úrvinnslu á geðheilsu stúdenta í Háskóla Íslands og hefur ráðið fengið kynningu á frumniðurstöðum sem sýna að marktækan mun á kvíða, streitu og þunglyndi háskólanema við HÍ, miðað við sama aldurshóp á landsvísu. Þörfin á heilbrigðisþjónustu handa ungu fólki til að takast á við þennan vanda er til staðar. Nemendur í háskóla eru að yngjast með styttingu framhaldsskólans og eru því enn að takast á við þroskaverkefni unglingsáranna til viðbótar við þá miklu breytingu sem það er að hefja háskólanám um leið og flutt er að heiman og skuldsetning hefst með námslánum. Þeir félagslegu þættir sem hafa áhrif á heilsu eru m.a. félagsleg staða (fátækt), streita, vinna, atvinnuleysi, félagsstuðningur og samgöngur en þetta eru allt atriði sem snerta stöðu stúdenta sérstaklega. Hér má því minnast á í framhjáhlaupi að búa þarf vel um námsmenn með góðu námslánakerfi og bættum húsnæðismarkaði.Gerum betur Í frétt á vef landlæknis frá 2017 er staða geðheilsu og forvarna orðuð þannig að „geðheilsa verður ekki til á heilbrigðisstofnunum heldur þar sem fólk lifir sínu daglega lífi. Það sem meira er, geðheilsan verður til í æsku.” Háskólinn sjálfur er hluti af daglegu lífi stúdenta og þar verður geðheilsa óhjákvæmilega til. Háskólinn er einnig síðasti staðurinn þar sem hægt er að ná til svona stórs hóps af ungu fólki í einu og veita þeim fræðslu og forvarnir. Sértækari úrræði síðar kosta bæði einstaklinginn og samfélagið mikið. Með því að efla 1. stigs forvarnir og fræðslu má koma í veg fyrir að nauðsyn verði á sértækari úrræðum seinna á lífsleiðinni. Margt er hægt að gera en taka má dæmi um að ef skólahjúkrunarfræðingar væru starfandi í háskólum landsins, sérstaklega í Háskóla Íslands, yrði hægt að koma til móts við gríðarmargt fólk og myndi það auka aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Rannsóknir sýna að skólahjúkrunarfræðingar séu í kjöraðstöðu til að greina geðræn vandamál snemma og takast á við þau auk þess að það hjálpi aðstandendum nemenandans. Þegar kemur að aðgangi að heilbrigðisþjónustu má nefna að stúdentar hlutu ekki niðurfellingu á komugjöldum á heilsugæslu líkt og tilkynnt var um í desember 2018 að gert var fyrir aðra hópa. Þá hafa rannsóknir sýnt að ungmenni séu síst líkleg af aldurshópum til að leita á heilsugæsluna. Í ljósi þessa ætti bæði að efla forvarnarúrræði á öðrum vettvöngum eins og í skólum sem og skoða niðurfellingu komugjalda á heilsugæslur fyrir stúdenta. Nú stendur til að ráða þriðja sálfræðinginn til starfa við HÍ miðað við að einn sálfræðingur í hálfu starfi var við störf árið 2017 til að sinna ca. 13 þúsund nemendum. Þegar um takmarkað fjármagn er að ræða er þörf á að prófa úrræði til að vita hvort forgangsröðun fjármagns í þau úrræði skili sér. Aukin sálfræðiþjónusta í Háskóla Íslands hefur skilað árangri og má taka dæmi um að skor þátttakenda í HAM hópmeðferðum lækkuðu að meðaltali um 4,5 stig á þunglyndiskvarða og 4,4 stig vegna kvíða frá upphafi meðferðar. Aðsókn í Hugleiðsluhóp HÍ, ókeypis hugleiðslu á vegum stúdenta, hefur margfaldast á undanförnum árum og áfram mætti telja en ljóst er að stúdentar sækja í úrræði til að hjálpa sér sjálf. Efling sálfræðiþjónustu á háskólastigi skilar sér. Sjái ríkið hag sinn í því að efla forvarnir og snemmbúin inngrip í daglegu umhverfi ungs fólks, til að bæta geðheilsu þeirra, gefa þeim tól sem þau geta tekið með sér út í lifið til að takast á við andlega erfiðleika, en einnig til að minnka þörf á sértækum úrræðum síðar á lífsleiðinni yrði stigið stórt og jákvætt skref. Forgangsröðum í þágu geðheilbrigðismála. Höfundur er forseti Stúdentaráðs og var greinin flutt sem örerindi á heilbrigðisþingi 15. nóvember sl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Jóna Þórey Pétursdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Í ávarpi heilbrigðisráðherra á heilbrigðisþingi 15. nóv sl. sagði hún að fjármagn er takmarkað í heilbrigðismál. Það er miður, en staðreynd eins og þegar kemur að öllum málaflokkum.Geðheilsa stúdenta á Íslandi Heilsa stúdenta og sérstaklega geðheilsa hefur verið áherslumál Stúdentaráðs síðustu tvö ár. Geðheilbrigðismál og aukið aðgengi að úrræðum fyrir ungt folk til að takast á við andlega heilsu er forgangsmál. Vert er að rifja upp rannsókn frá 2018 þar sem fram kom að 34,4% nemenda í HÍ, HR og HA mældust yfir klínískum mörkum þunglyndi og tæp 20% yfir klínískum mörum kvíða. Stúdentaráð hefur síðan þá fengið frekari kynningu á öðrum rannsóknum sem eru nú til úrvinnslu á geðheilsu stúdenta í Háskóla Íslands og hefur ráðið fengið kynningu á frumniðurstöðum sem sýna að marktækan mun á kvíða, streitu og þunglyndi háskólanema við HÍ, miðað við sama aldurshóp á landsvísu. Þörfin á heilbrigðisþjónustu handa ungu fólki til að takast á við þennan vanda er til staðar. Nemendur í háskóla eru að yngjast með styttingu framhaldsskólans og eru því enn að takast á við þroskaverkefni unglingsáranna til viðbótar við þá miklu breytingu sem það er að hefja háskólanám um leið og flutt er að heiman og skuldsetning hefst með námslánum. Þeir félagslegu þættir sem hafa áhrif á heilsu eru m.a. félagsleg staða (fátækt), streita, vinna, atvinnuleysi, félagsstuðningur og samgöngur en þetta eru allt atriði sem snerta stöðu stúdenta sérstaklega. Hér má því minnast á í framhjáhlaupi að búa þarf vel um námsmenn með góðu námslánakerfi og bættum húsnæðismarkaði.Gerum betur Í frétt á vef landlæknis frá 2017 er staða geðheilsu og forvarna orðuð þannig að „geðheilsa verður ekki til á heilbrigðisstofnunum heldur þar sem fólk lifir sínu daglega lífi. Það sem meira er, geðheilsan verður til í æsku.” Háskólinn sjálfur er hluti af daglegu lífi stúdenta og þar verður geðheilsa óhjákvæmilega til. Háskólinn er einnig síðasti staðurinn þar sem hægt er að ná til svona stórs hóps af ungu fólki í einu og veita þeim fræðslu og forvarnir. Sértækari úrræði síðar kosta bæði einstaklinginn og samfélagið mikið. Með því að efla 1. stigs forvarnir og fræðslu má koma í veg fyrir að nauðsyn verði á sértækari úrræðum seinna á lífsleiðinni. Margt er hægt að gera en taka má dæmi um að ef skólahjúkrunarfræðingar væru starfandi í háskólum landsins, sérstaklega í Háskóla Íslands, yrði hægt að koma til móts við gríðarmargt fólk og myndi það auka aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Rannsóknir sýna að skólahjúkrunarfræðingar séu í kjöraðstöðu til að greina geðræn vandamál snemma og takast á við þau auk þess að það hjálpi aðstandendum nemenandans. Þegar kemur að aðgangi að heilbrigðisþjónustu má nefna að stúdentar hlutu ekki niðurfellingu á komugjöldum á heilsugæslu líkt og tilkynnt var um í desember 2018 að gert var fyrir aðra hópa. Þá hafa rannsóknir sýnt að ungmenni séu síst líkleg af aldurshópum til að leita á heilsugæsluna. Í ljósi þessa ætti bæði að efla forvarnarúrræði á öðrum vettvöngum eins og í skólum sem og skoða niðurfellingu komugjalda á heilsugæslur fyrir stúdenta. Nú stendur til að ráða þriðja sálfræðinginn til starfa við HÍ miðað við að einn sálfræðingur í hálfu starfi var við störf árið 2017 til að sinna ca. 13 þúsund nemendum. Þegar um takmarkað fjármagn er að ræða er þörf á að prófa úrræði til að vita hvort forgangsröðun fjármagns í þau úrræði skili sér. Aukin sálfræðiþjónusta í Háskóla Íslands hefur skilað árangri og má taka dæmi um að skor þátttakenda í HAM hópmeðferðum lækkuðu að meðaltali um 4,5 stig á þunglyndiskvarða og 4,4 stig vegna kvíða frá upphafi meðferðar. Aðsókn í Hugleiðsluhóp HÍ, ókeypis hugleiðslu á vegum stúdenta, hefur margfaldast á undanförnum árum og áfram mætti telja en ljóst er að stúdentar sækja í úrræði til að hjálpa sér sjálf. Efling sálfræðiþjónustu á háskólastigi skilar sér. Sjái ríkið hag sinn í því að efla forvarnir og snemmbúin inngrip í daglegu umhverfi ungs fólks, til að bæta geðheilsu þeirra, gefa þeim tól sem þau geta tekið með sér út í lifið til að takast á við andlega erfiðleika, en einnig til að minnka þörf á sértækum úrræðum síðar á lífsleiðinni yrði stigið stórt og jákvætt skref. Forgangsröðum í þágu geðheilbrigðismála. Höfundur er forseti Stúdentaráðs og var greinin flutt sem örerindi á heilbrigðisþingi 15. nóvember sl.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar