Aukinn stuðningur við námsmenn Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 11. nóvember 2019 11:00 Menntasjóður námsmanna á að koma í stað Lánasjóðs íslenskra námsmanna en í sumar voru breytingarnar kynntar með frumvarpsdrögum um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna. Með Menntasjóð er gert miklu betur gagnvart foreldrum í námi heldur en gert er í dag og 30% niðurfelling á höfuðstól námsláns við námslok, ásamt verðbótum ef námi er lokið innan tilsetts tíma er af hinu góða. Frumvarpið um Menntasjóð leggur þó til vaxtafyrirkomulag sem stúdentar geta ekki sætt sig við. Afnema á vaxtahámark, vextir munu hækka og verða breytilegir. Að vaxtafyrirkomulagi óbreyttu myndi slæmt efnahagsástand og slæm staða ríkissjóðs bitna á lángreiðendum í nýju kerfi. Ófyrirsjáanlegt er hvert vaxtaumhverfið verður þegar í raun kemur að endurgreiðslum, árum eftir að námsmaður hefur nám og tekur námslánið. Sé sett á vaxtahámark myndi þessi óvissa minnka umtalsvert. Þá kunna háir vextir til lengri tíma að þurrka út ávinning sem hlýst af niðurfellingu höfuðstóls námslánsins en vaxtahámark getur komið í veg fyrir það.Mat á þjóðhagslegum ávinning af nýju lánasjóðskerfi sýnir að þjóðhagslegur ábati af þessum breytingum verður líklega um 1-3 milljarðar króna. Þetta mat tekur mið af skatttekjum ríkisins þar sem stúdentar skila sér fyrr á vinnumarkaðinn ásamt því að sparnaður verður í skólakerfinu vegna aukinnar skilvirkni enda hvetur nýja námslánakerfið námsmenn til að klára nám á styttri tíma en gengur og gerist í dag. Á sama tíma eiga útgjöld ríkisins til námslánakerfisins að standa í stað. Hér er því glatað tækifæri ríkisins á að fjárfesta í menntun og standa við gefin loforð um stórsókn í menntamálum. Sparnaður ríkisins og auknar skatttekjur sýna að ef viljinn er fyrir hendi er hægt að auka námsstuðning á Íslandi. Samt miða breytingar frumvarpsins aðeins að því að jafna dreifingu á þeim stuðningi sem til staðar er í gildandi kerfi. Menntasjóðurinn yrði eflaust ekki aðlaðandi þegar efnahagslífið væri í lægð og háir vextir blasa við. Afleiðingin er sú að fólk gæti síður verið tilbúið til sækja sér menntun og taka lán vegna þess, sérstaklega menntun vegna starfa í tekjulægri stéttum. Einmitt þegar efnahagsástand versnar hlýtur innspýting ríksins í menntamál að þurfa að vera hvað mest svo ef vextir rjúka upp ættu stúdentar ekki að bera þá áhættu heldur ætti ríkissjóður að styðja við menntamál og niðurgreiða vexti. Greinarhöfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og er greinin hluti af herferð LÍS um fjárfestingu í menntun vegna frumvarps um Menntasjóð námsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Námslán Skóla - og menntamál Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Skoðun Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Sjá meira
Menntasjóður námsmanna á að koma í stað Lánasjóðs íslenskra námsmanna en í sumar voru breytingarnar kynntar með frumvarpsdrögum um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna. Með Menntasjóð er gert miklu betur gagnvart foreldrum í námi heldur en gert er í dag og 30% niðurfelling á höfuðstól námsláns við námslok, ásamt verðbótum ef námi er lokið innan tilsetts tíma er af hinu góða. Frumvarpið um Menntasjóð leggur þó til vaxtafyrirkomulag sem stúdentar geta ekki sætt sig við. Afnema á vaxtahámark, vextir munu hækka og verða breytilegir. Að vaxtafyrirkomulagi óbreyttu myndi slæmt efnahagsástand og slæm staða ríkissjóðs bitna á lángreiðendum í nýju kerfi. Ófyrirsjáanlegt er hvert vaxtaumhverfið verður þegar í raun kemur að endurgreiðslum, árum eftir að námsmaður hefur nám og tekur námslánið. Sé sett á vaxtahámark myndi þessi óvissa minnka umtalsvert. Þá kunna háir vextir til lengri tíma að þurrka út ávinning sem hlýst af niðurfellingu höfuðstóls námslánsins en vaxtahámark getur komið í veg fyrir það.Mat á þjóðhagslegum ávinning af nýju lánasjóðskerfi sýnir að þjóðhagslegur ábati af þessum breytingum verður líklega um 1-3 milljarðar króna. Þetta mat tekur mið af skatttekjum ríkisins þar sem stúdentar skila sér fyrr á vinnumarkaðinn ásamt því að sparnaður verður í skólakerfinu vegna aukinnar skilvirkni enda hvetur nýja námslánakerfið námsmenn til að klára nám á styttri tíma en gengur og gerist í dag. Á sama tíma eiga útgjöld ríkisins til námslánakerfisins að standa í stað. Hér er því glatað tækifæri ríkisins á að fjárfesta í menntun og standa við gefin loforð um stórsókn í menntamálum. Sparnaður ríkisins og auknar skatttekjur sýna að ef viljinn er fyrir hendi er hægt að auka námsstuðning á Íslandi. Samt miða breytingar frumvarpsins aðeins að því að jafna dreifingu á þeim stuðningi sem til staðar er í gildandi kerfi. Menntasjóðurinn yrði eflaust ekki aðlaðandi þegar efnahagslífið væri í lægð og háir vextir blasa við. Afleiðingin er sú að fólk gæti síður verið tilbúið til sækja sér menntun og taka lán vegna þess, sérstaklega menntun vegna starfa í tekjulægri stéttum. Einmitt þegar efnahagsástand versnar hlýtur innspýting ríksins í menntamál að þurfa að vera hvað mest svo ef vextir rjúka upp ættu stúdentar ekki að bera þá áhættu heldur ætti ríkissjóður að styðja við menntamál og niðurgreiða vexti. Greinarhöfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands og er greinin hluti af herferð LÍS um fjárfestingu í menntun vegna frumvarps um Menntasjóð námsmanna.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar