Innlent

Á­fram­haldandi ró­leg­heit í veðrinu

Atli Ísleifsson skrifar
Léttskýjað og kalt í veðri.
Léttskýjað og kalt í veðri. Veðurstofan

Veðurstofan spáir áframhaldandi rólegheitum í veðrinu, með almennt hægri norðlægri eða breytilegri átt. Reikna má með norðan kalda á Austfjörðum seinnipartinn.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að léttskýjað verði víðast hvar og kalt í veðri, frost á bilinu 0 til 10 stig.

„Á morgun og fram á laugardag er síðan von á vestlægum áttum og með þeim mun þykkna upp á vestanverðu landinu með stöku éljum og hækkandi hita, en áfram verður bjart og kalt austantil. Á sunnudag og eftir helgi er síðan útlit fyrir hlýja og blauta sunnanátt á öllu landinu,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Vestlæg átt 3-8 m/s og skýjað vestantil, en léttskýjað um austanvert landið. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins en frostlaust vestast.

Á föstudag: Vestan 3-8 m/s og lítilsháttar él með norður- og vesturströndinni en annars skýjað að mestu. Frost 2 til 7 stig, en frostlaust vestast.

Á laugardag: Hægt vaxandi vestlæg átt og él en síðar skúrir vestantil, en þurrt að kall um austanvert landið. Hlýnandi veður.

Á sunnudag: Suðlæg átt og rigning um landið vestanvert, en úrkomulítið austanlands. Hiti 0 til 5 stig.

Á mánudag: Vaxandi suðvestanátt með rigningu í öllum landshlutum. Hlýtt í veðri

Á þriðjudag: Útlit fyrir hvassa suðlæga átt með rigninu um landið sunnan- og vestanvert en úrkomuminna norðaustantil. Áfram hlýtt í veðri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.