Innlent

Á­fram­haldandi ró­leg­heit í veðrinu

Atli Ísleifsson skrifar
Léttskýjað og kalt í veðri.
Léttskýjað og kalt í veðri. Veðurstofan
Veðurstofan spáir áframhaldandi rólegheitum í veðrinu, með almennt hægri norðlægri eða breytilegri átt. Reikna má með norðan kalda á Austfjörðum seinnipartinn.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að léttskýjað verði víðast hvar og kalt í veðri, frost á bilinu 0 til 10 stig.

„Á morgun og fram á laugardag er síðan von á vestlægum áttum og með þeim mun þykkna upp á vestanverðu landinu með stöku éljum og hækkandi hita, en áfram verður bjart og kalt austantil. Á sunnudag og eftir helgi er síðan útlit fyrir hlýja og blauta sunnanátt á öllu landinu,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Vestlæg átt 3-8 m/s og skýjað vestantil, en léttskýjað um austanvert landið. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins en frostlaust vestast.

Á föstudag: Vestan 3-8 m/s og lítilsháttar él með norður- og vesturströndinni en annars skýjað að mestu. Frost 2 til 7 stig, en frostlaust vestast.

Á laugardag: Hægt vaxandi vestlæg átt og él en síðar skúrir vestantil, en þurrt að kall um austanvert landið. Hlýnandi veður.

Á sunnudag: Suðlæg átt og rigning um landið vestanvert, en úrkomulítið austanlands. Hiti 0 til 5 stig.

Á mánudag: Vaxandi suðvestanátt með rigningu í öllum landshlutum. Hlýtt í veðri

Á þriðjudag: Útlit fyrir hvassa suðlæga átt með rigninu um landið sunnan- og vestanvert en úrkomuminna norðaustantil. Áfram hlýtt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×