Myndið nýja ríkisstjórn og breytið kvótakerfinu Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson skrifar 27. nóvember 2019 10:00 Í kjölfar afhjúpana Kveiks og Stundarinnar á mútugreiðslum og skattsvikum Samherja hafa kröfur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá og endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins orðið háværari. Sú spurning hlýtur að vakna hvort þeir stjórnmálaflokkar sem styðja þessar umbætur þurfi ekki að svara kallinu og hefja viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Vilji þjóðarinnar er skýr. Fimm þúsund manns mættu á Austurvöll um síðustu helgi til að krefjast skýrs auðlindaákvæðis í nýrri stjórnarskrá og réttláts arðs af fiskveiðiauðlindinni. Krafan um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu hefur ítrekað birst í skoðanakönnunum og árið 2012 greiddu 73% kjósenda atkvæði með tillögu stjórnlagaráðs um auðlindaákvæði.Samherji fyllti mælinn Þrátt fyrir ríkan þjóðarvilja var það alveg ljóst við myndun þessarar ríkisstjórnar að ekki yrði ráðist í breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á þessu kjörtímabili. Þvert á móti var eitt fyrsta verk ríkisstjórnarinnar að lækka veiðigjöldin og nú eru þau orðin svo lág að þau standa ekki undir kostnaði hins opinbera við þjónustu og eftirlit með sjávarútveginum. Ástæðan er einföld: Sjálfstæðisflokkurinn er tryggur Samherji stórútgerðarinnar og stendur ætíð vörð um hagsmuni hennar. Krafa almennings um að fá stærri hluta af kökunni hefur hins vegar orðið háværari samhliða stórauknum arðgreiðslum til eigenda sjávarútvegsfyrirtækjanna og lækkandi greiðslum þeirra í okkar sameiginlegu sjóði. Samherjaskjölin voru svo kornið sem fyllti mælinn og nú hljóta flestir heiðarlegir stjórnmálamenn að átta sig á því að breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu eru óhjákvæmilegar.Framsókn hoppar á vagninn Þessu hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, a.m.k. áttað sig á ef marka má orð hans á miðstjórnarfundi flokksins um síðustu helgi. Þar greindi hann frá því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sett sig upp á móti frumvarpi hans um tímabundna ráðstöfun veiðiheimilda. Sigurður Ingi sagði að Framsókn myndi beita sér fyrir þessum breytingum, enda væru þær forsenda sáttar um nýtingu auðlindarinnar. Gott og vel. Þessi stefnubreyting Framsóknar, sem hefur hingað til ekki sýnt kerfisbreytingum í sjávarútvegi mikinn áhuga, er jákvæð. Hún hefur hins vegar litla þýðingu ef henni fylgja engar aðgerðir. Ljóst má vera að ómögulegt er að ná fram breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Slíkt hefur Framsókn reynt áður og mistekist, ef marka má Sigurð Inga. Eina leiðin í þeirri stöðu er að koma Sjálfstæðisflokknum frá og mynda nýja ríkisstjórn.Vilji og hugrekki er allt sem þarf Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn hafa öll sýnt fram á vilja til að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu með einhverjum hætti. Flokkur fólksins hefur einnig talað fyrir ákveðnum breytingum og nú um síðustu helgi bættist Framsókn í hópinn. Þetta eru sex af átta flokkum sem eiga sæti á Alþingi. Þeir flokkar eiga meirihluta þingmanna; 38 af 63. Endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins er því raunhæfur möguleiki á þessu kjörtímabili. Pólitískur vilji og örlítið hugrekki er allt sem þarf. Katrín Jakobsdóttir gæti leitt nýja minnihlutastjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Samfylkingarinnar og treyst á stuðning a.m.k. Viðreisnar og Pírata. Hægt væri að skipa ópólitískan sjávarútvegsráðherra með sérþekkingu á málaflokknum til að leiða þær breytingar sem nauðsynlegt er að ráðast í til að skapa sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið. Með Sjálfstæðisflokkinn úr myndinni væri einnig hægt að komast að samkomulagi um skýrara stjórnarskrárákvæði um þjóðareign auðlinda. Framsókn og Vinstri græn hafa val. Sé þeim alvara um skýrt auðlindaákvæði í stjórnarskrá og endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins ættu þau að segja skilið við Sjálfstæðisflokkinn sem fyrst og hefja viðræður við frjálslyndan arm stjórnarandstöðunnar um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þær breytingar sem þjóðin kallar á verða nefnilega aldrei að veruleika meðan Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn. Höfundur er varaforseti Ungra jafnaðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í kjölfar afhjúpana Kveiks og Stundarinnar á mútugreiðslum og skattsvikum Samherja hafa kröfur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá og endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins orðið háværari. Sú spurning hlýtur að vakna hvort þeir stjórnmálaflokkar sem styðja þessar umbætur þurfi ekki að svara kallinu og hefja viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Vilji þjóðarinnar er skýr. Fimm þúsund manns mættu á Austurvöll um síðustu helgi til að krefjast skýrs auðlindaákvæðis í nýrri stjórnarskrá og réttláts arðs af fiskveiðiauðlindinni. Krafan um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu hefur ítrekað birst í skoðanakönnunum og árið 2012 greiddu 73% kjósenda atkvæði með tillögu stjórnlagaráðs um auðlindaákvæði.Samherji fyllti mælinn Þrátt fyrir ríkan þjóðarvilja var það alveg ljóst við myndun þessarar ríkisstjórnar að ekki yrði ráðist í breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á þessu kjörtímabili. Þvert á móti var eitt fyrsta verk ríkisstjórnarinnar að lækka veiðigjöldin og nú eru þau orðin svo lág að þau standa ekki undir kostnaði hins opinbera við þjónustu og eftirlit með sjávarútveginum. Ástæðan er einföld: Sjálfstæðisflokkurinn er tryggur Samherji stórútgerðarinnar og stendur ætíð vörð um hagsmuni hennar. Krafa almennings um að fá stærri hluta af kökunni hefur hins vegar orðið háværari samhliða stórauknum arðgreiðslum til eigenda sjávarútvegsfyrirtækjanna og lækkandi greiðslum þeirra í okkar sameiginlegu sjóði. Samherjaskjölin voru svo kornið sem fyllti mælinn og nú hljóta flestir heiðarlegir stjórnmálamenn að átta sig á því að breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu eru óhjákvæmilegar.Framsókn hoppar á vagninn Þessu hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, a.m.k. áttað sig á ef marka má orð hans á miðstjórnarfundi flokksins um síðustu helgi. Þar greindi hann frá því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sett sig upp á móti frumvarpi hans um tímabundna ráðstöfun veiðiheimilda. Sigurður Ingi sagði að Framsókn myndi beita sér fyrir þessum breytingum, enda væru þær forsenda sáttar um nýtingu auðlindarinnar. Gott og vel. Þessi stefnubreyting Framsóknar, sem hefur hingað til ekki sýnt kerfisbreytingum í sjávarútvegi mikinn áhuga, er jákvæð. Hún hefur hins vegar litla þýðingu ef henni fylgja engar aðgerðir. Ljóst má vera að ómögulegt er að ná fram breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Slíkt hefur Framsókn reynt áður og mistekist, ef marka má Sigurð Inga. Eina leiðin í þeirri stöðu er að koma Sjálfstæðisflokknum frá og mynda nýja ríkisstjórn.Vilji og hugrekki er allt sem þarf Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn hafa öll sýnt fram á vilja til að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu með einhverjum hætti. Flokkur fólksins hefur einnig talað fyrir ákveðnum breytingum og nú um síðustu helgi bættist Framsókn í hópinn. Þetta eru sex af átta flokkum sem eiga sæti á Alþingi. Þeir flokkar eiga meirihluta þingmanna; 38 af 63. Endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins er því raunhæfur möguleiki á þessu kjörtímabili. Pólitískur vilji og örlítið hugrekki er allt sem þarf. Katrín Jakobsdóttir gæti leitt nýja minnihlutastjórn Vinstri grænna, Framsóknar og Samfylkingarinnar og treyst á stuðning a.m.k. Viðreisnar og Pírata. Hægt væri að skipa ópólitískan sjávarútvegsráðherra með sérþekkingu á málaflokknum til að leiða þær breytingar sem nauðsynlegt er að ráðast í til að skapa sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið. Með Sjálfstæðisflokkinn úr myndinni væri einnig hægt að komast að samkomulagi um skýrara stjórnarskrárákvæði um þjóðareign auðlinda. Framsókn og Vinstri græn hafa val. Sé þeim alvara um skýrt auðlindaákvæði í stjórnarskrá og endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins ættu þau að segja skilið við Sjálfstæðisflokkinn sem fyrst og hefja viðræður við frjálslyndan arm stjórnarandstöðunnar um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þær breytingar sem þjóðin kallar á verða nefnilega aldrei að veruleika meðan Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn. Höfundur er varaforseti Ungra jafnaðarmanna.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun