Handbolti

Banabiti Guðmundar var tapið í bikarnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðmundur leitar sér nú að nýju starfi.
Guðmundur leitar sér nú að nýju starfi. vísir/bára
Guðmundur Helgi Pálsson var látinn fara frá Fram í Olís-deild karla í vikunni en hann hefur þjálfað liðið frá 2016.

Í janúar á síðasta ári skrifaði Guðmundur Helgi svo undir nýjan samning við Fram en stjórnarmenn Fram ákváðu að breyta til í brúnni í vikunni.

Morgunblaðið greinir frá því að kornið sem hafi fyllt mælinn hafi verið tapið gegn nýliðum Fjölnis í Coca-Cola bikarnum en leiknum lauk með 27-25 sigri Fjölnis.





Fram er í 9. sæti deildarinnar með sjö stig en Fjölnir er í fallsæti, tveimur stigum á eftir Fram.

Halldór Jóhann Sigfússon er tekinn við Fram en hann þjálfaði FH með góðum árangri undanfarin ár áður en hann lét af störfum síðasta sumar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×