Körfubolti

Domino's Körfuboltakvöld: Dóttir Benna fékk tæknivillu á bekknum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Benedikt Guðmundsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins og kvennaliðs KR.
Benedikt Guðmundsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins og kvennaliðs KR. Skjáskot
Kjartan Atli Kjartansson kom einum af sérfræðingum sínum í Domino's Körfuboltakvöldi í opna skjöldu á föstudagskvöld þegar hann sýndi klippu frá leik KR og Snæfells í Domino's deild kvenna þar sem dóttir Benedikts Guðmundssona, þjálfara KR og sérfræðings í Körfuboltakvöldi, fékk dæmda á sig tæknivillu.

„Þurftiru að koma inn á það? Þetta er illa gert af þér,“ sagði Benedikt.

Þannig er mál með vexti að Jenný Lovísa Benediktsdóttir spilar undir stjórn pabba síns hjá KR en hún var utan hóps í þessum tiltekna leik og var skráð sem aðstoðarþjálfari í leiknum.

„Hún byrjar bara að þenja sig á bekknum. Fær á sig tæknivillu í fyrri hálfleik, fyrir ekki neitt að því er hún segir. Alveg eins og pabbi hennar hefur fengið, fyrir ekki neitt,“ sagði Benni léttur.

Atvikið og umræðuna í heild má sjá í spilaranum efst í fréttinni.

Klippa: Dóttir Benna fékk tæknivillu á bekknum

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×