Handbolti

Sportpakkinn: Fjölnismenn fengu enn og aftur S í kladdann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Strákarnir hans Kára Garðarssonar mæta oftast of seint til leiks.
Strákarnir hans Kára Garðarssonar mæta oftast of seint til leiks. vísir/bára

Afturelding komst aftur á sigurbraut þegar liðið lagði Fjölni að velli, 25-31, í Dalhúsum í Olís-deild karla í gær. Þá vann Valur átta marka sigur á botnliði HK, 23-31. Þetta var þriðji sigur Valsmanna í röð.

Ríkharð Óskar Guðnason tók saman umfjöllun um leikina tvo sem má sjá hér fyrir neðan.

Eins og svo oft áður í vetur byrjaði Fjölnir illa gegn Aftureldingu. Eftir ellefu mínútur var staðan 1-9, Mosfellingum í vil.

Þá fóru heimamenn í gang og minnkuðu muninn í eitt mark. Staðan í hálfleik var 13-17, gestunum úr Mosfellsbænum í vil.

Seinni hálfleikurinn var jafn en Afturelding seig fram úr undir lokin og vann að lokum sex marka sigur, 25-31.

Tumi Steinn Rúnarsson, leikstjórnandi Aftureldingar, fékk rautt spjald fyrir að kasta boltanum í andlit Axels Hreins Hilmissonar, markvarðar Fjölnis.

Með sigrinum jafnaði Afturelding Hauka að stigum á toppi deildarinnar. Fjölnir er með fimm stig í ellefta og næstneðsta sætinu.

Valur var alltaf með yfirhöndina gegn nýliðum HK í Kórnum. Staðan í hálfleik var 13-17, Valsmönnum í vil. Á endanum munaði átta mörkum á liðunum, 23-31.

Hornamennirnir Vignir Stefánsson og Finnur Ingi Stefánsson skoruðu samtals 15 mörk fyrir Val. Jóhann Birgir Ingvarsson skoraði átta mörk í sínum fyrsta leik fyrir HK.

Valur er í 8. sæti deildarinnar með níu stig en HK er án stiga á botninum.

Klippa: Sportpakkinn: Góðir útisigrar hjá Aftureldingu og Val
 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.