Handbolti

Seinni bylgjan: Leikmenn sem ættu að skipta um lið í Olís-deildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Í Seinni bylgjunni í gær valdi Jóhann Gunnar Einarsson fimm leikmenn í Olís-deild karla sem ættu að skipta um lið.

Að hans mati gætu þessi fimm leikmenn fengið fleiri mínútur og annað hlutverk hjá öðrum liðum í Olís-deildinni.

„Mér finnst þessir leikmenn sitja of mikið á bekknum. Þeir eru það góðir að þeir ættu að vera í stærri hlutverkum í öðrum liðum,“ sagði Jóhann Gunnar.

Óhætt er að segja að Jóhann Gunnar hafi komið á óvart með vali sínu á leikmanninum í 1. sæti. Hann er lykilmaður í sínu liði en Jóhann Gunnar vill að hann fái enn stærra hlutverk á báðum endum vallarins.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.