Handbolti

Seinni bylgjan: Leikmenn sem ættu að skipta um lið í Olís-deildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Í Seinni bylgjunni í gær valdi Jóhann Gunnar Einarsson fimm leikmenn í Olís-deild karla sem ættu að skipta um lið.

Að hans mati gætu þessi fimm leikmenn fengið fleiri mínútur og annað hlutverk hjá öðrum liðum í Olís-deildinni.

„Mér finnst þessir leikmenn sitja of mikið á bekknum. Þeir eru það góðir að þeir ættu að vera í stærri hlutverkum í öðrum liðum,“ sagði Jóhann Gunnar.

Óhætt er að segja að Jóhann Gunnar hafi komið á óvart með vali sínu á leikmanninum í 1. sæti. Hann er lykilmaður í sínu liði en Jóhann Gunnar vill að hann fái enn stærra hlutverk á báðum endum vallarins.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.