Handbolti

Seinni bylgjan: Á að hætta með úrslitakeppni?

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Logi Geirsson vill láta reyna á að taka út úrslitakeppnina í íslenska handboltanum og láta deildarmeistara Olísdeildarinnar verða Íslandsmeistara.Þetta sagði hann í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld.Strákarnir í Seinni bylgjunni ræddu málið í Lokaskotinu í þætti gærkvöldsins.„Það yrði alltaf meira undir í hverjum leik. Ég held að mætingin yrði betri á hvern leik fyrir sig og fjárhagslega yrði það sterkara,“ sagði Logi.„Mörg lið hugsa bara um að vera í topp 8 allt tímabilið.“„Besta liðið allt tímabilið það vinnur. Það fær kökuna og rjómann. Ég held það séu allt of mörg lið sem bíða bara eftir úrslitakeppninni. Deildarkeppni væri eitthvað sem væri vert að skoða,“ sagði Logi og lagði til að fjölgað yrði í deildinni um tvö lið.Sessunautur hans, Jóhann Gunnar Einarsson, var hins vegar ekki sammála.„Ég held að allir á Íslandi séu úrslitakeppnismennn,“ sagði Jóhann.„Tvær síðustu úrslitakeppnir eru búnar að vera geggjaðar. Mætingin, umgjörðin, atvikin sem komu upp. Þetta er svo frábær skemmtun.“„Ég hef orðið Íslandsmeistari bæði í deild og úrslitakeppni. Úrslitakeppnin, þá er þetta stærra móment.“Þeir félagar gátu ekki sammælst um þetta, en alla umræðuna má sjá í spilaranum með fréttinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.