Handbolti

Óðinn og Viktor höfðu betur gegn Árna Braga

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Óðinn í leik með GOG.
Óðinn í leik með GOG. mynd/gog

GOG hafði betur gegn Kolding í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

GOG komst loks aftur á sigurbraut í síðustu umferð eftir þrjá tapleiki í röð og þeir héldu áfram sigurgöngunni í kvöld með 28-25 útisigri á Kolding.

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði eitt marka GOG. Viktor Gísli Hallgrímsson fékk lítinn tíma í markinu og náði ekki að verja skot.

Hjá heimamönnum skoraði Árni Bragi Eyjólfsson þrjú mörk.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.