Handbolti

Óðinn og Viktor höfðu betur gegn Árna Braga

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Óðinn í leik með GOG.
Óðinn í leik með GOG. mynd/gog
GOG hafði betur gegn Kolding í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.GOG komst loks aftur á sigurbraut í síðustu umferð eftir þrjá tapleiki í röð og þeir héldu áfram sigurgöngunni í kvöld með 28-25 útisigri á Kolding.Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði eitt marka GOG. Viktor Gísli Hallgrímsson fékk lítinn tíma í markinu og náði ekki að verja skot.Hjá heimamönnum skoraði Árni Bragi Eyjólfsson þrjú mörk.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.