Viðskipti innlent

Bein útsending: Borgarstjóri kynnir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hér mun rísa Vogabyggð.
Hér mun rísa Vogabyggð. Reykjavík
Opinn kynningarfundur borgarstjóra um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík verður haldinn í dag klukkan níu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Reiknað er með því að fundurinn standi í tvær klukkustundir.Reykjavíkurborg streymir fundinum og má sjá streymið hér að neðan.Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að dregin verði upp heildstæð mynd af framkvæmdum og framkvæmdaáformum á húsnæðismarkaði í Reykjavík. Áhersla sé lögð á samþykkt verkefni og framkvæmdir sem eru nýlega hafnar, en einnig verður gefin innsýn í verkefni á undirbúningsstigi.„Alls eru 4.164 íbúðir á framkvæmdastigi víðs vegar um borgina. Þar af eru um 2.500 í byggingu fyrir almennan markað og rúmlega 1.600 á vegum húsnæðisfélaga. Til að setja þetta í samhengi má benda á að í dag eru um 54.000 íbúðir í borginni,“ segir í tilkynningu frá borginni.Dagskrá:Uppbygging íbúða í Reykjavík. 

-Dagur B. Eggertsson, borgarstjóriNý búsetuform í borgum. 

-Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdentaHúsnæðisuppbygging í hverfaskipulagi.

-Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
0,6
29
368.636
VIS
0,47
15
98.579
FESTI
0,35
5
29.568
HAGA
0
4
38.270
ARION
0
4
34.254

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-4,89
29
262.067
ICEAIR
-2,63
32
25.702
ORIGO
-2,05
10
46.407
SKEL
-1,65
6
26.119
LEQ
-1,04
1
2.719
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.