Viðskipti erlent

Þróar samflug flugvéla byggt á oddaflugi fugla

Kristján Már Unnarsson skrifar
Airbus stefnir að því að hefja flugprófanir á næsta ári með samflugi tveggja A350 breiðþota.
Airbus stefnir að því að hefja flugprófanir á næsta ári með samflugi tveggja A350 breiðþota. Teikning/Airbus.

Airbus hefur kynnt þróunarverkefni, byggt á oddaflugi fugla, sem ætlað er að auka hagkvæmni í farþegaflugi og minnka umhverfisfótspor flugiðnaðarins. Kanna á hvort það sé fýsilegt að láta tvær farþegaþotur fljúga í samflugi á löngum flugleiðum. 

Með samflugi er hugmyndin að nýta orku sem tapast vegna loftmótsstöðu og vængendahvirfla. Flugvélin sem flygi á eftir myndi nýta sér kjölfar fyrri vélarinnar og njóta þannig aukins lyftikrafts, rétt eins og fuglar gera í náttúrunni. Airbus áætlar að með þessu sé unnt að draga úr eldsneytisnotkun um 5-10 prósent í hverri ferð.

Sýnt hefur verið fram á að með oddaflugi spara fuglar 14 prósent orku. Teikning/Airbus.

Evrópski flugvélaframleiðandinn vinnur að því að þróa búnað sem hjálpar flugmönnum að tryggja öruggan aðskilnað þannig að báðar vélarnar haldi sömu fjarlægð og stöðugri hæð. Verkefnið er unnið í samstarfi við flugfélög og flugumferðarstjórnir. Stefnir Airbus að því að hefja flugprófanir á næsta ári á tveimur A350 breiðþotum. 

Franskir vísindamenn sýndu fram á það með rannsókn á flugi pelikana árið 2001 að með oddaflugi eyði fuglar 14 prósentum minni orku en ella. 

Samflug flugvéla er raunar vel þekkt, áður fyrr úr sprengjuárásum í síðari heimsstyrjöld en í seinni tíð einkum tengt flugsýningum. Hérlendis minnast margir samflugs tveggja þrista yfir Reykjavík og Vesturlandi sumarið 2017, sem sjá má hér:


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.