Handbolti

Sportpakkinn: „Ég þekki smellinn og tilfinninguna“

Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar
Árni Steinn meiddist illa gegn Fram.
Árni Steinn meiddist illa gegn Fram. vísir/daníel

Árni Steinn Steinþórsson, leikmaður Selfoss, meiddist illa í leik liðsins gegn Fram í gærkvöldi.

Árni Steinn hefur verið einn á mikilvægustu leikmönnum Selfoss á tímabilinu, hann hefur skorað 37 mörk fyrir Selfoss og er einn þeirra besti maður í vörninni.

Hann skoraði annað mark Selfyssinga í gær en lenti illa og segist strax hafa fundið kunnuglegan smell. Árni sleit krossband árið 2010, hann er sjúkraþjálfari að mennt og á þriðja ári í læknisfræði miðað við fyrri reynslu þá óttast hann það versta

„Ég þekki smellinn og tilfinninguna, þetta  var ósköp svipað“ sagði Árni Steinn

Árni Steinn er 28 ára á þriðja ári í læknisfræði, sem er krefjandi nám og krefst mikils tíma. Svona alvarleg meiðsli geta því skorið úr um það hvort hann komi yfirhöfuð til baka á handboltavöllinn.

Það getur því verið að Árni hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Selfoss, en hann á ár eftir af samningi sínum við Íslandsmeistarana.

Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Sportpakkinn: Árni Steinn líklega með slitið krossband
 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.