
Frá stálþræði til gervigreindar
Upptökurnar úr stálþræðinum voru unnar á textaform af ræðuskrifurum sem vélrituðu hið talaða orð. Og í grófum dráttum hefur sú aðferð verið viðhöfð í næstum 70 ár, þótt verkfærin hafi breyst gríðarlega. Tölvur hafa leyst ritvélarnar af hólmi og upptökutækin hafa margoft verið uppfærð. Ein stærsta breytingin varð 1998, þegar Alþingi var aftur meðal þeirra fyrstu til að senda þingfundi beint út á netinu.
Síðustu mánuðina hefur starfsfólk Alþingis tekið risaskref á þessari braut, sem algjörir brautryðjendur. Í samvinnu við Háskólann í Reykjavík hefur þingið þróað talgreini sem hlustar á allar þingræður og kemur þeim yfir á textaform. Talgreinirinn er orðinn ótrúlega flinkur og nær að greina um 90% orða rétt. Þetta léttir starf ræðusviðs Alþingis til muna þannig að nú þarf engin manneskja að hamra hvert orð á lyklaborð, heldur nýtist starfsfólkið í að laga textann, snyrta hann og gera skiljanlegri. Og því er síður hætt við vöðva- og sinaskeiðabólgu.
Þessi þróun er skemmtilegt dæmi um það sem við köllum stundum fjórðu iðnbyltinguna. Tæknin tekur að sér leiðinlegustu hlutana af ræðuritun Alþingis, þannig að mannfólkið geti einbeitt sér að hinni flóknari hlið textavinnslunnar. Og þetta er frábært dæmi um frjótt samstarf háskólasamfélagsins og opinberrar stofnunar – samstarf sem átti frá upphafi að vera frjálst og opið, svo hver sem er geti nýtt sér þekkingargrunninn til að þróa ný verkfæri innan máltækninnar. Þannig hefur Alþingi fjárfest í búnaði sem nýtist þinginu með beinum hætti, en þá jafnframt í tækni sem getur nýst til að styrkja stöðu íslenskunnar í stafrænum heimi.
Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun

Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 4
Viðar Hreinsson skrifar

Jólaljós á myrkum tímum
Gunnar Theodór Eggertsson skrifar

Njóta eða þjóta á aðventu og jólum
Sigrún Ása Þórðardóttir,Snædís Eva Sigurðardóttir skrifar

Landslagsmiðuð nálgun í fráveitumálum
Svana Rún Hermannsdóttir skrifar

Alkóhólismi og fíkn meðal stjórnenda fyrirtækja og stofnana
Sigurður Gunnsteinsson skrifar

Besta jólagjöfin
Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar

Af hverju förum við á loftslagsráðstefnur?
Haukur Logi Jóhannsson skrifar

NEI, NEI og aftur NEI
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Fjárhagsvandi bænda og loftslagshamfarir
Halldór Reynisson skrifar

Má Seðlabankinn semja sínar reglur?
Guðbjörn Jónsson skrifar

RÚV og íslenska táknmálið
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir,Elsa Guðbjörg Björnsdóttir,Kolbrún Völkudóttir,Guðmundur Ingason skrifar

Gefum við Rósi skít í ráðherrann?
Signý Jóhannesdóttir skrifar

Þörf á tafarlausu og varanlegu vopnahléi á Gaza
Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifar

Glæpur og refsing kvenna í samtímanum
Kristín I. Pálsdóttir,Helena Bragadóttir skrifar

Eru ungir bændur í SÉR-flokki?
Karl Guðlaugsson skrifar

Eru þeir sem eiga bókina sinn versta óvin, að taka one way ticket to …?
Davíð Bergmann skrifar

Sjúkraþyrla, tíminn skiptir máli
Gunnar Svanur Einarsson skrifar

Það sem Birgir og Biden sáu - en sáu ekki
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Pennastrik frá 2018 elta óundirbúinn fyrrverandi ferðamálaráðherra
Jökull Sólberg skrifar

Ríki og sveitarfélög næra verðbólguna
Finnbjörn A. Hermannsson skrifar

Krónan - mælitæki eða orsök hagsveiflna?
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Að draga lærdóm af PISA
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Á PISAköldu landi
Alexander Briem skrifar

Fækkun heilsugæslustöðva og hvar eru heimilislæknarnir?
Oddur Steinarsson skrifar

Jólagjöf ársins 2023
Birgitta Steingrímsdóttir,Hildur Mist Friðjónsdóttir,Þorbjörg Sandra Bakke skrifar

Skiptum út dönsku fyrir læsi
Hólmfríður Árnadóttir,Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Pælt í PISA
Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar

Mannréttindi fatlaðra kvenna
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Sjálfboðavinna Afstöðu fyrir stjórnvöld
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Gamli Bjarni og nýi Bjarni
Sigmar Guðmundsson skrifar