Körfubolti

Kawhi afgreiddi gömlu félaganna | Myndbönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kawhi í leiknum í nótt.
Kawhi í leiknum í nótt. vísir/getty
Kawhi Leonard var leikmaður næturinnar í NBA-körfuboltanum. Hann fór á kostum í sigri LA Clippers á San Antonio Spurs en Clippers vann sex stiga sigur, 103-97.

Kawhi skoraði 38 stig og tók tólf fráköst í sigrinum en einnig stal hann fjórum boltum. Góður kafli í fjrða leikhluta tryggði Clippers sigurinn.



Kawhi var að spila gegn sínum gömlu félögum en honum var skipt út hjá félaginu sumarið 2018 svo Spurs gæti fengið DeMar DeRoza. Hann skoraði 29 stig í nótt.







Jahlil Okafor skoraði 26 stig og Brandon Ingram bætti við 25 stigum er New Orleans Pelicans vann fimmtán stiga sigur á Denver Nuggets, 122-107, en þetta var fyrsti sigur þeirra á leiktíðinni.

Ingram hefur verið að spila vel í liði New Orleans en hann hefur skorað að minnsta kosti 22 stig í fyrstu fimm leikjum tímabilsins frá því að hann kom frá Lakers í sumar.







Miami vann svo sigur á Atlanta Hawks, 106-97, en í jöfnu liði Miami var það Rookie Kendrick Nunn sem var stigahæstur með 28 stig en þetta var fjórði sigur Miami í fyrstu fimm leikjunum.

Öll úrslit næturinnar:

Miami - Atlanta 106-97

Denver - New Orleans 107-122

San Antonio - LA Clippers 97-103



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×