Evelyn Beatrice Hall. Ha, hver? Sif Sigmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2019 10:00 Árið 2016 tilkynnti morgunkornsframleiðandinn Kellogg’s að fyrirtækið hygðist hætta að auglýsa á vefmiðlinum Breitbart. Breitbart er vinsæll fréttamiðill meðal öfgahægrimanna í Bandaríkjunum. Vefsíðan sem tengdist Donald Trump nánum böndum hafði lengi verið sökuð um kynþáttahatur, kvenfyrirlitningu og andúð á múslimum. Á miðlinum mátti lesa fyrirsagnir á borð við: „Pólitísk rétthugsun verndar nauðgunarmenningu múslima.“ Viðskiptavinum Kellogg’s misbauð að morgunkornsframleiðandinn auglýsti á Breitbart. Þeir kvörtuðu og Kellogg’s brást við með fyrrgreindum hætti. Konur, Kína, kolefnisfótspor Nýverið fór Íslandsbanki í naflaskoðun. Í kjölfarið ákvað bankinn að tileinka sér samfélagsábyrgð. „Í dag þurfa umhverfismál líkt og jafnréttismál að vera málefni sem eru rædd eins og hver önnur viðskipti inni á borði framkvæmdastjórnar,“ sagði Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, í blaðagrein. Fyrirtækið hugðist hætta að flytja inn plastsparibauka frá Kína, hætta að prenta skýrslur á pappír og kveðja „auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla“. Í kjölfar greinarinnar ætlaði allt um koll að keyra. Það var þó ekki kolefnisfótsporið og plastbaukarnir frá Kína sem fóru fyrir brjóstið á fólki. Heldur konurnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði hvort það væri ekki „óhugnanlegt“ þegar „banki ætlar að fara að hlutast til um það hvernig fjölmiðlar eru reknir?“. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að uppátækið kæmi sér „spánskt fyrir sjónir“. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, sagði í viðtali að Íslandsbanki ætti „að sjá sóma sinn í því að biðjast afsökunar“. Fræg er tilvitnun um tjáningarfrelsið sem gjarnan er eignuð heimspekingnum Voltaire: „Ég fyrirlít það sem þú hefur að segja en ég léti lífið til að verja rétt þinn til að segja það.“ Tilvitnunin hér að framan endurspeglar viðhorf undirritaðrar til tjáningarfrelsisins. Ég hef varið rétt óvinsælla einstaklinga til að segja óvinsæla hluti, rétt Jyllands-Posten til að birta Múhameðs-teikningarnar, rétt breska íhaldsmannsins Douglas Murray til að tala á Íslandi. Ég skrifaði einu sinni heilan pistil til varnar Sigmundi Davíð eftir að hann sagði lélegan brandara á Snapchat. Ég á mér fáar sannfæringar í lífinu – en trú mín á mikilvægi tjáningar- og prentfrelsis er ein sú sterkasta. Það er því huggulegt að fá liðsauka í baráttunni, heilan karlakór sem syngur af nýfundinni ástríðu um tjáningarfrelsið. Aðeins einn galli er á gjöf Njarðar: Íslandsbankamálið hefur ekkert með kúgun á tjáningarfrelsinu að gera. Voltaire sagði ekki: „Ég léti lífið til að verja rétt þinn til auglýsingatekna.“ Fyrirtækjum er frjálst að velja hvar þau auglýsa. Fjölmiðlum er á sama tíma frjálst að segja það sem þeim sýnist innan ramma laganna. Fólki er frjálst að gagnrýna það. Fólki er frjálst að gagnrýna fyrirtæki sem auglýsa hjá fjölmiðli sem því mislíkar: Það kallast tjáningarfrelsi. Því tjáningarfrelsi er ekki bara fjölmiðla; það er allra. Ef íslenskur fjölmiðill birti grein um „nauðgunarmenningu múslima“ og Íslandsbanki hætti að auglýsa hjá viðkomandi miðli í kjölfarið, stæði samfélagið á öndinni? Ég leyfi mér að efast um það. En ef málið snýst um konur horfir það öðruvísi við. Því eins og John Lennon orti: „Woman is the nigger of the world.“ Það var reyndar Yoko Ono sem á heiðurinn af umræddri ljóðlínu sem annar tveggja höfunda textans. Og það var heldur ekki Voltaire sem ritaði hin fleygu orð: „Ég fyrirlít það sem þú hefur að segja en ég léti lífið til að verja rétt þinn til að segja það.“ Það var kona að nafni Evelyn Beatrice Hall. En við erum öll búin að gleyma því. Því karlar eiga veröldina, orðið og auðinn og þeir syngja nú af fullri raust því þeir vilja halda áfram að eiga veröldina, orðið og auðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Árið 2016 tilkynnti morgunkornsframleiðandinn Kellogg’s að fyrirtækið hygðist hætta að auglýsa á vefmiðlinum Breitbart. Breitbart er vinsæll fréttamiðill meðal öfgahægrimanna í Bandaríkjunum. Vefsíðan sem tengdist Donald Trump nánum böndum hafði lengi verið sökuð um kynþáttahatur, kvenfyrirlitningu og andúð á múslimum. Á miðlinum mátti lesa fyrirsagnir á borð við: „Pólitísk rétthugsun verndar nauðgunarmenningu múslima.“ Viðskiptavinum Kellogg’s misbauð að morgunkornsframleiðandinn auglýsti á Breitbart. Þeir kvörtuðu og Kellogg’s brást við með fyrrgreindum hætti. Konur, Kína, kolefnisfótspor Nýverið fór Íslandsbanki í naflaskoðun. Í kjölfarið ákvað bankinn að tileinka sér samfélagsábyrgð. „Í dag þurfa umhverfismál líkt og jafnréttismál að vera málefni sem eru rædd eins og hver önnur viðskipti inni á borði framkvæmdastjórnar,“ sagði Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, í blaðagrein. Fyrirtækið hugðist hætta að flytja inn plastsparibauka frá Kína, hætta að prenta skýrslur á pappír og kveðja „auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla“. Í kjölfar greinarinnar ætlaði allt um koll að keyra. Það var þó ekki kolefnisfótsporið og plastbaukarnir frá Kína sem fóru fyrir brjóstið á fólki. Heldur konurnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði hvort það væri ekki „óhugnanlegt“ þegar „banki ætlar að fara að hlutast til um það hvernig fjölmiðlar eru reknir?“. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að uppátækið kæmi sér „spánskt fyrir sjónir“. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, sagði í viðtali að Íslandsbanki ætti „að sjá sóma sinn í því að biðjast afsökunar“. Fræg er tilvitnun um tjáningarfrelsið sem gjarnan er eignuð heimspekingnum Voltaire: „Ég fyrirlít það sem þú hefur að segja en ég léti lífið til að verja rétt þinn til að segja það.“ Tilvitnunin hér að framan endurspeglar viðhorf undirritaðrar til tjáningarfrelsisins. Ég hef varið rétt óvinsælla einstaklinga til að segja óvinsæla hluti, rétt Jyllands-Posten til að birta Múhameðs-teikningarnar, rétt breska íhaldsmannsins Douglas Murray til að tala á Íslandi. Ég skrifaði einu sinni heilan pistil til varnar Sigmundi Davíð eftir að hann sagði lélegan brandara á Snapchat. Ég á mér fáar sannfæringar í lífinu – en trú mín á mikilvægi tjáningar- og prentfrelsis er ein sú sterkasta. Það er því huggulegt að fá liðsauka í baráttunni, heilan karlakór sem syngur af nýfundinni ástríðu um tjáningarfrelsið. Aðeins einn galli er á gjöf Njarðar: Íslandsbankamálið hefur ekkert með kúgun á tjáningarfrelsinu að gera. Voltaire sagði ekki: „Ég léti lífið til að verja rétt þinn til auglýsingatekna.“ Fyrirtækjum er frjálst að velja hvar þau auglýsa. Fjölmiðlum er á sama tíma frjálst að segja það sem þeim sýnist innan ramma laganna. Fólki er frjálst að gagnrýna það. Fólki er frjálst að gagnrýna fyrirtæki sem auglýsa hjá fjölmiðli sem því mislíkar: Það kallast tjáningarfrelsi. Því tjáningarfrelsi er ekki bara fjölmiðla; það er allra. Ef íslenskur fjölmiðill birti grein um „nauðgunarmenningu múslima“ og Íslandsbanki hætti að auglýsa hjá viðkomandi miðli í kjölfarið, stæði samfélagið á öndinni? Ég leyfi mér að efast um það. En ef málið snýst um konur horfir það öðruvísi við. Því eins og John Lennon orti: „Woman is the nigger of the world.“ Það var reyndar Yoko Ono sem á heiðurinn af umræddri ljóðlínu sem annar tveggja höfunda textans. Og það var heldur ekki Voltaire sem ritaði hin fleygu orð: „Ég fyrirlít það sem þú hefur að segja en ég léti lífið til að verja rétt þinn til að segja það.“ Það var kona að nafni Evelyn Beatrice Hall. En við erum öll búin að gleyma því. Því karlar eiga veröldina, orðið og auðinn og þeir syngja nú af fullri raust því þeir vilja halda áfram að eiga veröldina, orðið og auðinn.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun