Körfubolti

Meiðslalisti Warriors lengist

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Draymond Green og þjálfarinn Steve Kerr
Draymond Green og þjálfarinn Steve Kerr vísir/getty

Meiðslavandræði Golden State Warriors eru orðin enn verri eftir að Draymond Green meiddist á fingri í leik Warriors og San Antonio Spurs.

Warriors tapaði leiknum 127-110 og sást Green í umbúðum um vinstri úlnlið og vísifingur eftir leikinn.

Samkvæmt tilkynningu Warriors er Green tognaður á vinstri vísifingri.

„Ég meiddist á fingri. Eitthvað í liðböndunum. En svona er þetta,“ sagði Green eftir leikinn.

„Ég gat ekki gripið boltann allan seinni hálfleikinn, það var ástæðan fyrir því að ég var að taka einnar handar skot og driplaði með hægri hendi.“

Warriors er nýbúið að missa Stephen Curry í meiðsli, en hann handarbrotnaði í vikunni.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.