Körfubolti

Giannis sýndi sparihliðarnar gegn meisturunum og 76ers ósigraðir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Giannis Antetokounmpo var í stuði gegn meisturum Toronto Raptors.
Giannis Antetokounmpo var í stuði gegn meisturum Toronto Raptors. vísir/getty
Giannis Antetokounmpo skoraði 36 stig, tók 15 fráköst, gaf átta stoðsendingar og varði fjögur skot þegar Milwaukee Bucks vann meistara Toronto Raptors, 115-105, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.Þessi lið áttust við í úrslitum Austurdeildarinnar á síðasta tímabili þar sem Toronto hafði betur, 4-2.Milwaukee og Toronto hafa bæði unnið fjóra leiki á tímabilinu og tapað tveimur.Sjö aðrir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt.Þriggja stiga skot Furkans Korkmaz þegar 0,4 sekúndur voru eftir tryggði Philadelphia 76ers sigur á Portland Trail Blazers, 128-129. Philadelphia er eina ósigraða lið NBA-deildarinnar á tímabilinu.Al Horford skoraði 25 stig fyrir Philadelphia og Tobias Harris 23. Joel Embiid var fjarri góðu gamni vegna leikbanns.Andre Drummond skoraði 25 stig og tók 20 fráköst þegar Detroit Pistons lagði Brooklyn Nets að velli, 113-109. Þetta er þriðji leikurinn í röð þar sem Drummond er með a.m.k. 20 stig og 20 fráköst.Kyrie Irving var með þrefalda tvennu hjá Brooklyn; 20 stig, ellefu fráköst og tíu stoðsendingar.Þá bar Oklahoma City Thunder sigurorð af New Orleans Pelicans, 115-104. New Orleans hefur aðeins unnið einn af fyrstu sex leikjum sínum í vetur. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 23 stig fyrir fyrir Oklahoma sem er með tvo sigra og fjögur töp.Úrslitin í nótt:

Milwaukee 115-105 Toronto

Portland 128-129 Philadelphia

Detroit 113-109 Brooklyn

Oklahoma 115-104 New Orleans

Orlando 87-91 Denver

Washington 109-131 Minnesota

Memphis 105-114 Phoenix

Golden State 87-93 Charlotte

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.