Handbolti

Atli Már: Veit ekki hvort gæðin hafi verið rosalega mikil frá faglegu sjónarhorni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Atli Már fór fyrir Hauka liðinu er það tyllti sér á toppinn.
Atli Már fór fyrir Hauka liðinu er það tyllti sér á toppinn. Vísir/Ernir
„Bara vel, þetta er gott lag,“ sagði Atli Már Báruson, vel sveittur, eftir magnaðan eins marks sigur Hauka á Aftureldingu í uppgjöri toppliðanna í Olís deild í gærkvöldi. Hvaða lag glumdi í hátalarakerfinu að Varmá  man undirritaður einfaldlega ekki. 

Haukar lögðu Aftureldingu í Mosfellsbæ með eins marks mun í gær, lokatölur 24-23 Haukum í vil. Atli Már skoraði tæplega þriðjung marka Hakuka en hann var markahæstur þeirra með sjö mörk.

„Þetta var bara baráttuleikur. Ég veit ekki hvort gæðin hafi verið rosalega mikil frá faglegu sjónarhorni en toppliðin að mætast og allt eins og það á að vera,“ sagði Atli eftir leik gærkvöldsins.

„Það er búið að ganga vel hjá okkur undanfarið fyrir utan Evrópukeppnina, það smellur allt hjá okkur. Við erum með góða liðsheild. Það er ekki einhver einn bestur hjá okkur á milli leikja og við förum áfram á því.“

Adam Haukur Baumruk fékk rautt spjald um miðbik síðari hálfleiks en það var ekki að sjá að lykilmaður Hauka væri upp í stúku það sem eftir lifði leiks.

„Við erum með góða liðsheild. Það er ekki einhver einn bestur hjá okkur á milli leikja og við förum áfram á því.Hann er svo slæmur í hnjánum að ég held hann hafi þurft hvíld,“ sagði Atli og glotti við tönn áður en hann hélt áfram.

„Það var óheppilegt hjá honum en ég fékk til dæmis rautt á móti Val en það stígur alltaf einhver upp,“ sagði Atli Már að lokum.


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Afturelding - Haukar 23-24 | Haukar unnu toppslaginn

Haukar unnu Aftureldingu með eins marks mun í toppslag Olís deildarinnar í kvöld. Lokatölur 24-23 Haukum í vil sem þýðir að Hafnfirðingar eru á toppi deildarinnar eftir átta umferðir, án þess að hafa tapað leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×