Körfubolti

LeBron fór á kostum í fimmta sigri Lakers í röð

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sáttir í San Antonio
Sáttir í San Antonio vísir/getty

Sex leikir fóru fram í NBA körfuboltanum og var mikið um dýrðir líkt og vanalega. Í San Antonio mættust stórveldi Vesturdeildarinnar þar sem Los Angeles Lakers var í heimsókn hjá San Antonio Spurs.

Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum í deildinni hafa LeBron James og félagar í Lakers verið óstöðvandi og Spurs tókst ekki að stöðva sigurgöngu þeirra í nótt. LeBron fór mikinn með 21 stig, 11 fráköst og 13 stoðsendingar en leiknum lauk með fimm stiga sigri Lakers, 96-103.

Risarnir í liði Lakers, Anthony Davis (25 stig, 11 fráköst) og Dwight Howard (14 stig, 13 fráköst) fóru sömuleiðis mikinn en Dejounte Mourray var stigahæstur heimamanna með 18 stig.

Luka Doncic hefur einnig byrjað tímabilið af krafti og hann átti frábæran leik (29 stig, 14 fráköst og 15 stoðsendingar) þegar Dallas Mavericks lagði Cleveland Cavaliers örugglega, 111-131. 

Ótrúlegur fyrsti leikhluti lagði grunninn að 29 stiga sigri Miami Heat á Houston Rockets á heimavelli, 100-129. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 46-14 fyrir heimamönnum. Þá vann Los Angeles Clippers sinn fimmta sigur í deildinni þegar liðið fékk Utah Jazz í heimsókn. Kawhi Leonard öflugur með 30 stig.

Úrslit næturinnar

New York Knicks 92-113 Sacramento Kings
Indiana Pacers 108-95 Chicago Bulls
Miami Heat 129-100 Houston Rockets
San Antonio Spurs 96-103 Los Angeles Lakers
Cleveland Cavaliers 111-131 Dallas Mavericks
Los Angeles Clippers 105-94 Utah Jazz

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.