Körfubolti

LeBron James með þrennu í þriðja leiknum í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James mætir einbeittur og hungraður inn í þetta tímabil. Hér reynir Finninn Lauri Markkanen að hægja á honum í nótt.
LeBron James mætir einbeittur og hungraður inn í þetta tímabil. Hér reynir Finninn Lauri Markkanen að hægja á honum í nótt. Getty/Stacy Revere

Los Angeles Lakers hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann endurkomusigur á Chicago Bulls. Þetta var sjötti sigur Lakers í röð eftir tapið í fyrsta leik tímabilsins.

LeBron James var með þriðju þrennuna í röð í 118-112 útisigri Los Angeles Lakers á Chicago Bulls. James bauð upp á 30 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst í nótt.Með þessu varð LeBron James fyrsti leikmaður Los Angeles Lakers til að ná þrennu í þremur leikjum í röð síðan að Magic Johnson var með fjórar þrennur í röð árið 1987.

Kyle Kuzma stimplaði sig inn í tímabilið í endurkomu Lakers-liðsins í fjórða leikhlutanum en Kuzma var þá með 11 af 15 stigum sínum. Lakers menn unnu fjórða leikhlutann 38-19 og tryggðu sér sigurinn.Kuzma meiddist með bandaríska landsliðinu í sumar og var bara að spila sinn þriðja leik. Hann hrökk í gang á lokakaflanum við mikið fögnuð liðsfélaga sinna en bæði LeBron James og Anthony Davis voru þá á bekknum. Kyle Kuzma hefur allt til alls til að verða þriðja stórstjarna Lakers liðsins og þess vegna gefur framganga hans í nótt góð fyrirheit.Gordon Hayward skoraði 39 stig í nótt þegar Boston Celtics vann 119-113 útisigur á Cleveland Cavaliers en Hayward hitti meðal annars úr öllum sextán tveggja stiga skotum sínum í leiknum og alls 17 af 20 skotum utan af velli. Kemba Walker var með 25 stig sem hefur eins og Lakers ekki tapað síðan í fyrsta leik tímabilsins.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt:
Denver Nuggets - Miami Heat    109-89    
Chicago Bulls - Los Angeles Lakers    112-118    
Oklahoma City Thunder - Orlando Magic    102-94    
Atlanta Hawks - San Antonio Spurs    108-100    
Charlotte Hornets - Indiana Pacers    122-120 (113-113)    
Cleveland Cavaliers - Boston Celtics    113-119

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.