Körfubolti

LeBron James með þrennu í þriðja leiknum í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James mætir einbeittur og hungraður inn í þetta tímabil. Hér reynir Finninn Lauri Markkanen að hægja á honum í nótt.
LeBron James mætir einbeittur og hungraður inn í þetta tímabil. Hér reynir Finninn Lauri Markkanen að hægja á honum í nótt. Getty/Stacy Revere
Los Angeles Lakers hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann endurkomusigur á Chicago Bulls. Þetta var sjötti sigur Lakers í röð eftir tapið í fyrsta leik tímabilsins.

LeBron James var með þriðju þrennuna í röð í 118-112 útisigri Los Angeles Lakers á Chicago Bulls. James bauð upp á 30 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst í nótt.





Með þessu varð LeBron James fyrsti leikmaður Los Angeles Lakers til að ná þrennu í þremur leikjum í röð síðan að Magic Johnson var með fjórar þrennur í röð árið 1987.

Kyle Kuzma stimplaði sig inn í tímabilið í endurkomu Lakers-liðsins í fjórða leikhlutanum en Kuzma var þá með 11 af 15 stigum sínum. Lakers menn unnu fjórða leikhlutann 38-19 og tryggðu sér sigurinn.





Kuzma meiddist með bandaríska landsliðinu í sumar og var bara að spila sinn þriðja leik. Hann hrökk í gang á lokakaflanum við mikið fögnuð liðsfélaga sinna en bæði LeBron James og Anthony Davis voru þá á bekknum. Kyle Kuzma hefur allt til alls til að verða þriðja stórstjarna Lakers liðsins og þess vegna gefur framganga hans í nótt góð fyrirheit.





Gordon Hayward skoraði 39 stig í nótt þegar Boston Celtics vann 119-113 útisigur á Cleveland Cavaliers en Hayward hitti meðal annars úr öllum sextán tveggja stiga skotum sínum í leiknum og alls 17 af 20 skotum utan af velli. Kemba Walker var með 25 stig sem hefur eins og Lakers ekki tapað síðan í fyrsta leik tímabilsins.









Úrslitin í NBA-deildinni í nótt:

Denver Nuggets - Miami Heat    109-89    

Chicago Bulls - Los Angeles Lakers    112-118    

Oklahoma City Thunder - Orlando Magic    102-94    

Atlanta Hawks - San Antonio Spurs    108-100    

Charlotte Hornets - Indiana Pacers    122-120 (113-113)    

Cleveland Cavaliers - Boston Celtics    113-119







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×