Körfubolti

Finnur komst aftur á sigu­braut | Haukur Helgi og Tryggvi í sigur­liðum í Evrópu­keppnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Finnur Freyr er einnig aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Finnur Freyr er einnig aðstoðarlandsliðsþjálfari. vísir/bára
Finnur Freyr Stefánsson og lærisveinar hans komust aftur á sigurbaut í danska körfuboltanum er þeir unnu 30 stiga sigur, 97-67, á Team FOG Næstved.

Sigurinn var aldrei í hættu en Finnur og lærisveinar hans eru nú á toppi deildarinnar ásamt Randers með fjórtán stig. Bakken Bears er í 3. sætinu með 12 stig en þeir eiga tvo leiki til góða.

Haukur Helgi Pálsson og félagar hans í Unics Kazan unnu fjórtán stiga sigur á Germani Brescia Leonessa á heimavelli í kvöld, 77-63.

Leikurinn var í EuroCup en Haukur Helgi skoraði þrjú stig. Hann hitti úr einu þriggja stiga skoti og tók þar að auki fimm fráköst á þeim átján mínútum sem hann spilaði.

Haukur og félagar eru á toppi C-riðilsins með tíu stig af tólf mögulegum.

Tryggvi Snær Hlinason skoraði átta stig og tók fimm fráköst er Zaragosa tapaði fyrir Neptunes, 91-73, í Meistaradeildinni.

Zaragosa er í fjórða sætinu í Meistaradeildarriðli sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×