Körfubolti

Finnur komst aftur á sigu­braut | Haukur Helgi og Tryggvi í sigur­liðum í Evrópu­keppnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Finnur Freyr er einnig aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Finnur Freyr er einnig aðstoðarlandsliðsþjálfari. vísir/bára

Finnur Freyr Stefánsson og lærisveinar hans komust aftur á sigurbaut í danska körfuboltanum er þeir unnu 30 stiga sigur, 97-67, á Team FOG Næstved.

Sigurinn var aldrei í hættu en Finnur og lærisveinar hans eru nú á toppi deildarinnar ásamt Randers með fjórtán stig. Bakken Bears er í 3. sætinu með 12 stig en þeir eiga tvo leiki til góða.

Haukur Helgi Pálsson og félagar hans í Unics Kazan unnu fjórtán stiga sigur á Germani Brescia Leonessa á heimavelli í kvöld, 77-63.

Leikurinn var í EuroCup en Haukur Helgi skoraði þrjú stig. Hann hitti úr einu þriggja stiga skoti og tók þar að auki fimm fráköst á þeim átján mínútum sem hann spilaði.

Haukur og félagar eru á toppi C-riðilsins með tíu stig af tólf mögulegum.

Tryggvi Snær Hlinason skoraði átta stig og tók fimm fráköst er Zaragosa tapaði fyrir Neptunes, 91-73, í Meistaradeildinni.

Zaragosa er í fjórða sætinu í Meistaradeildarriðli sínum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.