Misskilningur Stúdentaráðs? Marinó Örn Ólafsson skrifar 7. nóvember 2019 14:45 Lagt hefur verið fram frumvarp um breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur sent inn umsögn um breytingarnar, sem eru að miklu leyti framfaraskref í íslensku menntakerfi. Tekið er upp styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd þar sem styrkur er mun jafnari hlutfallslega á milli lánþega en í núverandi kerfi. Von Stúdentaráðs er að með þessari heildarskoðun námslánakerfisins skapist grundvöllur fyrir farsælla lánakerfi sem stúdentar geta verið sáttari við og að hluti þess djúpa ágreinings sem verið hefur um námslánakerfið leysist. Til að tryggja að því markmiði verði náð telur Stúdentaráð þó brýnt að komið verði til móts við athugasemdir ráðsins, þá sér í lagi varðandi vaxtakjör. Í umræðum um breytingarnar á Alþingi í fyrradag sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, Stúdentaráð Háskóla Íslands misskilja mat á þjóðhagslegum ábata vegna breytinganna. Stúdentaráð hafði þá samdægurs sent út yfirlýsingu þar sem segir "Tekjur ríkissjóðs af nýja kerfinu geta verið u.þ.b. 1-3 milljarðar króna á ári skv. mati um þjóðhagslegan ávinning af kerfinu, unnið af Summu ráðgjöf ehf." Þegar bent var á þennan hluta yfirlýsingarinnar í umræðum á Alþingi svaraði ráðherra því til að hér væri líklega um misskilning að ræða, þar sem þjóðhagslegur ábati þarf ekki að tengjast á nokkurn hátt afkomu ríkissjóðs. Það er hárrétt hjá Lilju að þjóðhagslegur ávinningur er ekki samheiti við auknar tekjur rikissjóðs. Ég játa það alveg að við þessi orð ráðherra kom hálfgert fát á mig, hafði ég gert einhver mistök við lestur matsins, var þetta kannski einn stór misskilningur? Mér til mikillar ánægju kom síðar á daginn að svo er ekki. Mat Summu á þjóðhagslegum ávinningi við nýtt kerfi byggist á tveimur stærðum. Annars vegar þeirri að einstaklingur sem útskrifast fyrr úr námi muni greiða 2 milljónir króna á ári í skatta sem hann annars hefði ekki greitt og hins vegar að sparnaður vegna fækkunar nemenda verði 250 þúsund krónur á hvern nema. Samtals eru þetta því rúmar tvær milljónir á hvern einasta nema sem útskrifast fyrr úr námi vegna kerfisbreytinganna. Vissulega eru 250 þúsund í formi sparnaðar fyrir ríkissjóð en 2 milljónirnar standa eftir sem auknar tekjur. Samantekið er mat Summu ehf. að miðað við fjölda nemenda gæti kerfið skilað 1-3 milljörðum í þjóðhagslegan ávinning, eftir því hversu vel kerfið nær markmiðum sínum. Þessi ávinningur er alfarið metinn út frá afkomu ríkissjóðs, en sérstaklega er tekið fram í matinu að virðissköpun vegna aukinnar menntunar og aðrir þættir séu ekki með í því. Skiljanlega er allt of flókið að meta raunverulegan þjóðhagslegan ávinning af nýju kerfi, þar sem tillit er tekið til allra þátta sem máli skipta. Summa fór þá leið að reyna ekki við það heldur meta á fagmannlegan hátt stærðir sem einhver vissa var um, að gefnum varfærnum forsendum, og á hrós skilið fyrir það. Mig grunar hins vegar að skilningur menntamálaráðherra á matinu byggist á misskilningi, þar sem matið er í raun mat á áhrifum hvatakerfisins á ríkissjóð, frekar en mat á þjóðhagslegum ávinningi. Krafa Stúdentaráðs um að nýta skuli þessar aukatekjur í að tryggja betri vaxtakjör stendur því óhögguð.Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Lagt hefur verið fram frumvarp um breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur sent inn umsögn um breytingarnar, sem eru að miklu leyti framfaraskref í íslensku menntakerfi. Tekið er upp styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd þar sem styrkur er mun jafnari hlutfallslega á milli lánþega en í núverandi kerfi. Von Stúdentaráðs er að með þessari heildarskoðun námslánakerfisins skapist grundvöllur fyrir farsælla lánakerfi sem stúdentar geta verið sáttari við og að hluti þess djúpa ágreinings sem verið hefur um námslánakerfið leysist. Til að tryggja að því markmiði verði náð telur Stúdentaráð þó brýnt að komið verði til móts við athugasemdir ráðsins, þá sér í lagi varðandi vaxtakjör. Í umræðum um breytingarnar á Alþingi í fyrradag sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, Stúdentaráð Háskóla Íslands misskilja mat á þjóðhagslegum ábata vegna breytinganna. Stúdentaráð hafði þá samdægurs sent út yfirlýsingu þar sem segir "Tekjur ríkissjóðs af nýja kerfinu geta verið u.þ.b. 1-3 milljarðar króna á ári skv. mati um þjóðhagslegan ávinning af kerfinu, unnið af Summu ráðgjöf ehf." Þegar bent var á þennan hluta yfirlýsingarinnar í umræðum á Alþingi svaraði ráðherra því til að hér væri líklega um misskilning að ræða, þar sem þjóðhagslegur ábati þarf ekki að tengjast á nokkurn hátt afkomu ríkissjóðs. Það er hárrétt hjá Lilju að þjóðhagslegur ávinningur er ekki samheiti við auknar tekjur rikissjóðs. Ég játa það alveg að við þessi orð ráðherra kom hálfgert fát á mig, hafði ég gert einhver mistök við lestur matsins, var þetta kannski einn stór misskilningur? Mér til mikillar ánægju kom síðar á daginn að svo er ekki. Mat Summu á þjóðhagslegum ávinningi við nýtt kerfi byggist á tveimur stærðum. Annars vegar þeirri að einstaklingur sem útskrifast fyrr úr námi muni greiða 2 milljónir króna á ári í skatta sem hann annars hefði ekki greitt og hins vegar að sparnaður vegna fækkunar nemenda verði 250 þúsund krónur á hvern nema. Samtals eru þetta því rúmar tvær milljónir á hvern einasta nema sem útskrifast fyrr úr námi vegna kerfisbreytinganna. Vissulega eru 250 þúsund í formi sparnaðar fyrir ríkissjóð en 2 milljónirnar standa eftir sem auknar tekjur. Samantekið er mat Summu ehf. að miðað við fjölda nemenda gæti kerfið skilað 1-3 milljörðum í þjóðhagslegan ávinning, eftir því hversu vel kerfið nær markmiðum sínum. Þessi ávinningur er alfarið metinn út frá afkomu ríkissjóðs, en sérstaklega er tekið fram í matinu að virðissköpun vegna aukinnar menntunar og aðrir þættir séu ekki með í því. Skiljanlega er allt of flókið að meta raunverulegan þjóðhagslegan ávinning af nýju kerfi, þar sem tillit er tekið til allra þátta sem máli skipta. Summa fór þá leið að reyna ekki við það heldur meta á fagmannlegan hátt stærðir sem einhver vissa var um, að gefnum varfærnum forsendum, og á hrós skilið fyrir það. Mig grunar hins vegar að skilningur menntamálaráðherra á matinu byggist á misskilningi, þar sem matið er í raun mat á áhrifum hvatakerfisins á ríkissjóð, frekar en mat á þjóðhagslegum ávinningi. Krafa Stúdentaráðs um að nýta skuli þessar aukatekjur í að tryggja betri vaxtakjör stendur því óhögguð.Höfundur er lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun