Körfubolti

Sportpakkinn: Keflvíkingar með sex sigra í röð og fjögurra stiga forskot á toppnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.
Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Daníel

Keflvíkingar gefa ekkert eftir í Domino´s deild karla í körfubolta og héldu sigurgöngu sinni áfram í heimsókn sinni norður á Akureyri í gærkvöldi. Þetta var sjötti sigur Keflavíkurliðsins í sex leikjum.

Arnar Björnsson tók saman frétt um leik Þórsara og Keflvíkinga í gærkvöldi en heimamenn stríddu toppliðinu framan af leik.

Keflavík náði í gærkvöldi fjögurra stiga forystu í Dómínósdeild karla í körfubolta með sigri á Þór Akureyri 95-80 á Akureyri. Leikurinn var jafn framan af, Þór náði sex stiga forystu í fyrsta leikhluta 16-10 og var tveimur stigum yfir að honum loknum og náði fjögurra stiga forystu en Keflavík skoraði þá 14 stig í röð og náði 10 stiga forystu um miðjan annan leikhlutann. Mestur varð munurinn 19 stig.  

Khalil Ullah Ahmad var stigahæstur í Keflavíkurliðinu, skoraði 30 stig en hinn öflugi Dominykas Mikla tók 15 fráköst og skoraði 23 stig. Þór lék án Bandaríkjamannsins Terrance Motley sem gengur til liðs við félagið í stað Jamal Palmer sem þótti ekki standa undir væntingum. Þá var Mantas Virbalas ekki með, hann var í leikbanni.

Tveir Bandaríkjamenn hafa þegar fengið reisupassann hjá Þór, Zeek Woodley  var látinn taka pokann sinn áður en keppni í Dómínósdeildinni byrjaði. Hansel Giovanny Atencia Suarez var stigahæstur Þórsara, skoraði 30 stig og fiskaði 8 villur á Keflavíkurliðið.

Þór er eina liðið sem ekki hefur sigrað í vetur en Keflavík hefur unnið alla 6 leikina og er fjórum stigum á undan KR, Haukum og Stjörnunni. KR fær Tindastól í heimsókn í DHL-höllina klukkan 20,15 en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 sport. Hér fyrir neðan má sjá frétt Arnar þar sem er líka það þjálfararnir tveir, Hjalti Vilhjálmsson og Lárus Jónsson. sögðu eftir leikinn.

Klippa: Sportpakkinn: Keflvíkingar með fullt hús stiga
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.