Handbolti

Guðjón Valur með tvö í þrettán marka sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Guðjón fagnar marki fyrir PSG
Guðjón fagnar marki fyrir PSG vísir/getty

Guðjón Valur Sigurðsson var í eldlínunni með stjörnum prýddu liði PSG í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið fékk Aix í heimsókn.

Aldrei var spurning hvorum megin sigurinn myndi lenda en PSG vann þrettán marka sigur, 36-23, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í leikhléi, 17-12.

Guðjón Valur skoraði tvö mörk úr sex skotum en Sander Sagosen var markahæstur með sex mörk.

PSG að sjálfsögðu með yfirburðarstöðu á toppi deildarinnar; hefur unnið alla átta leiki sína til þessa.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.