Körfubolti

Davis drekkti Memphis

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Davis og LeBron eru að ná vel saman.
Davis og LeBron eru að ná vel saman. vísir/getty
LA Lakers er byrjað að malla og með Anthony Davis í ótrúlegu formi í nótt labbaði liðið yfir Memphis Grizzlies.Davis var með tröllatvennu. Skoraði 40 stig og tók þess utan 20 fráköst. Alvöru frammistaða.LeBron James skoraði 23 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Lakers. Aðrir voru með talsvert minna framlag.Dallas vann sætan sigur á Denver þar sem liðsheildin var í fyrirrúmi. Enginn skoraði meira en 14 stig í liði Dallas en alls fóru níu leikmenn liðsins yfir tíu stig í leiknum.Úrslit:Denver-Dallas  106-109

LA Lakers-Memphis  120-91

Miami-Atlanta  112-97

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.