Körfubolti

Davis drekkti Memphis

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Davis og LeBron eru að ná vel saman.
Davis og LeBron eru að ná vel saman. vísir/getty

LA Lakers er byrjað að malla og með Anthony Davis í ótrúlegu formi í nótt labbaði liðið yfir Memphis Grizzlies.

Davis var með tröllatvennu. Skoraði 40 stig og tók þess utan 20 fráköst. Alvöru frammistaða.

LeBron James skoraði 23 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Lakers. Aðrir voru með talsvert minna framlag.Dallas vann sætan sigur á Denver þar sem liðsheildin var í fyrirrúmi. Enginn skoraði meira en 14 stig í liði Dallas en alls fóru níu leikmenn liðsins yfir tíu stig í leiknum.

Úrslit:

Denver-Dallas  106-109
LA Lakers-Memphis  120-91
Miami-Atlanta  112-97

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.