Körfubolti

Skallagrímur á leikmann í danska landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emilie Sofie Hesseldal í leik á móti KR í síðustu umferð.
Emilie Sofie Hesseldal í leik á móti KR í síðustu umferð. Mynd/Fésbókarsíða Skallagríms
Skallagrímur á fulltrúa í danska landsliðinu sem er að fara spila leiki í undankeppni EM 2021 en þessi nóvembersleikur eru mikil tímamót fyrir danska kvennalandsliðið í körfubolta.

Emilie Sofie Hesseldal hefur spilað frábærlega með Skallagrími í fyrstu umferðum Domino´s deildar kvenna og verður aftur í sviðsljósinu í fimmtu umferðinni í kvöld.

Það þarf því ekki að koma á óvart að Emilie Sofie hafi spilað sig inn í danska landsliðið. Hún er með 14,5 stig, 15,0 fráköst og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu fjórum leikjum Skallagrímsliðsins.

Danir eru að fara taka þátt í undankeppni EM í fyrsta sinn í nítján ár en liðið hefur aðeins keppt í C-deildinni undanfarna áratugi ef Danir hafa þá sent lið til keppni.

Emilie Sofie Hesseldal er ein af fimm leikmönnum sextán manan hópsins sem spilar utan Danmerkur. Hinar spila á Spáni og í Svíþjóð. Þá eru í hópnum einnig tvær stelpur sem spila í bandaríska háskólakörfuboltanum.

Fyrri leikur Dana í þessum landsliðsglugga er útileikur á móti Rúmeníu en sá seinni er á heimavelli á móti Íslandi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×