Körfubolti

Körfuboltakvöld: Óafsakanlegt hjá Ísak

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ísak gefur Unni Töru tæknivilluna
Ísak gefur Unni Töru tæknivilluna s2 sport
Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds sögðu hegðun Ísaks Ernis Kristinssonar í leik KR og Vals í Domino's deild kvenna hafa verið óafsakanlega.Ísak Ernir dæmdi eins og frægt er orðið tæknivillu á Unni Töru Jónsdóttur fyrir það að hún ætlaði inn á völlinn til þess að aðstoða sjúkraþjálfara sem hlúði að Sóllilju Bjarnadóttur.„Stemningin var ömurleg,“ sagði Hermann Hauksson þegar málið var rætt í Domino's Körfuboltakvöldi.„Líka út af því að það var ekki bara að hún hafi snúið sig, fólk hélt hún hefði fengið höfuðhögg því hún skall mjög harkalega til jarðar.“„Þetta sem Ísak gerir er óafsakanlegt.“„Hann á að geta dregið þetta til baka, sagt bara þetta voru mín mistök, áfram með leikinn. Fyrir mér er þetta bara einn risa hroki.“Umræðuna, sem og alla umræðuna um Domino's deild kvenna úr þættinum, má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Körfuboltakvöld: Risa hroki hjá Ísaki Erni

Tengdar fréttir

Unnur Tara: Allt þetta mál er fáránlegt

Furðuleg uppákoma átti sér stað í leik KR og Vals í Dominos deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Leikmaður KR sem einnig er læknir fékk tæknivíti fyrir að vilja aðstoða liðsfélaga sem meiddist.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.