Atvikið þegar læknirinn fékk tæknivíti fyrir að spyrja hvort hún mætti hjálpa meiddum liðsfélaga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2019 10:30 Unnur Tara Jónsdóttir fær hér tæknivillu hjá Ísaki dómara. Mynd/S2 Sport KR-ingurinn Unnur Tara Jónsdóttir fékk tæknivíti í stórleik KR og Vals í Domino´s deild kvenna í gærkvöldi og það er óhætt að segja að það hafi verið mjög óvenjulegt. Sóllilja Bjarnadóttir fór upp í frákastabaráttu við Helenu Sverrisdóttur í fjórða leikhlutanum og lenti illa. Sjúkraþjálfarar beggja liða voru fljótir inn á völlinn til að huga að meiðslum hennar en einn leikmaður KR-liðsins er læknir. Læknirninn Unnur Tara var ekki inn á vellinum þegar atvikið gerðist en vildi koma til aðstoðar liðsfélaga sínum þegar ljóst var að meiðslin voru alvarleg. Leikurinn var stopp og leikmenn Vals voru komnar að sínum bekk. Ísar Ernir Kristinsson, einn þriggja dómara leiksins, var hins vegar ekki tilbúinn að leyfi Unni að koma Sóllilju til aðstoðar. Þegar Unnur Tara ætlaði að biðja annan dómara um leyfi þá gaf Ísak henni tæknivillu. KR-ingar voru mjög ósáttir með dóminn og Unnur Tara gagnrýndi hann líka í viðtali við Vísi eftir leikinn. „Ég spurði hvort ég mætti fara inn á völlinn, hann sagði nei og ég sagðist ætla að spyrja annan dómara. Þetta er læknaeiðurinn og þú verður að hjálpa fólki í neyð og ég trúi eiginlega ekki að að þetta sé löglegt það sem að hann gerði,“ sagði Unnur og bar Ísaki Erni dómara ekki vel söguna. „Ég hjálpa öllum sem eru meiddir og á bara mjög erfitt með að trúa þessu,“ sagði hún. Stöð 2 Sport sýndi leikinn í beinni útsendingu í gær og það náðist á mynd þegar Unnur Tara biður um leyfi til að huga að liðsfélaga sínum en fær aftur á móti tæknivillu í andlitið. Hér fyrir neðan má sjá þetta umdeilda atvik í DHL-höllinni í gær.Klippa: Tæknivillan sem Unnur Tara fékk Dominos-deild kvenna Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Sjá meira
KR-ingurinn Unnur Tara Jónsdóttir fékk tæknivíti í stórleik KR og Vals í Domino´s deild kvenna í gærkvöldi og það er óhætt að segja að það hafi verið mjög óvenjulegt. Sóllilja Bjarnadóttir fór upp í frákastabaráttu við Helenu Sverrisdóttur í fjórða leikhlutanum og lenti illa. Sjúkraþjálfarar beggja liða voru fljótir inn á völlinn til að huga að meiðslum hennar en einn leikmaður KR-liðsins er læknir. Læknirninn Unnur Tara var ekki inn á vellinum þegar atvikið gerðist en vildi koma til aðstoðar liðsfélaga sínum þegar ljóst var að meiðslin voru alvarleg. Leikurinn var stopp og leikmenn Vals voru komnar að sínum bekk. Ísar Ernir Kristinsson, einn þriggja dómara leiksins, var hins vegar ekki tilbúinn að leyfi Unni að koma Sóllilju til aðstoðar. Þegar Unnur Tara ætlaði að biðja annan dómara um leyfi þá gaf Ísak henni tæknivillu. KR-ingar voru mjög ósáttir með dóminn og Unnur Tara gagnrýndi hann líka í viðtali við Vísi eftir leikinn. „Ég spurði hvort ég mætti fara inn á völlinn, hann sagði nei og ég sagðist ætla að spyrja annan dómara. Þetta er læknaeiðurinn og þú verður að hjálpa fólki í neyð og ég trúi eiginlega ekki að að þetta sé löglegt það sem að hann gerði,“ sagði Unnur og bar Ísaki Erni dómara ekki vel söguna. „Ég hjálpa öllum sem eru meiddir og á bara mjög erfitt með að trúa þessu,“ sagði hún. Stöð 2 Sport sýndi leikinn í beinni útsendingu í gær og það náðist á mynd þegar Unnur Tara biður um leyfi til að huga að liðsfélaga sínum en fær aftur á móti tæknivillu í andlitið. Hér fyrir neðan má sjá þetta umdeilda atvik í DHL-höllinni í gær.Klippa: Tæknivillan sem Unnur Tara fékk
Dominos-deild kvenna Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Sjá meira