Körfubolti

Unnur Tara: Allt þetta mál er fáránlegt

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Furðuleg uppákoma átti sér stað í leik KR og Vals í Dominos deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Leikmaður KR sem einnig er læknir fékk tæknivíti fyrir að vilja aðstoða liðsfélaga sem meiddist.

Unnur Tara Jónsdóttir var á bekknum þegar Sóllilja meiddist eftir baráttu við Helenu Sverrisdóttur. Sjúkráþjálfarar beggja liða voru fljótir á vettvang en Unnur Tara vildi fara inn á til þess að veita aðstoð sína.

Hún sagðist fyrst hafa farið að ritaraborðinu og athugað hvort það væri eftirlitsdómari þar því þeir hleypa henni stundum beint inn á.

Svo var ekki og því fór hún til eins dómara leiksins og bað um að fara inn á. Hann leyfði það ekki, svo hún ætlaði að leita til annars dómara en fékk þá tæknivillu.

„Ég hef ekki heyrt orð frá neinum frá KKÍ eða neinum dómara,“ sagði Unnur Tara í kvöldfréttum Stöðvar 2 aðspurð að því hver viðbrögðin hefðu verið í dag.

„Mér finnst þetta allt mál vera bara fáránlegt. Samkvæmt FIBA reglum þá þarf ég ekki einu sinni að biðja um leyfi en af kurteysissökum þá geri ég það alltaf.“

Þess má geta að KKÍ sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem dómarinn og dómaranefndin viðurkennir að um mistök hafi verið að ræða.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.