Körfubolti

Viðurkennir dómaramistök í leik KR og Vals

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ísak Ernir Kristinsson hefur verið talinn meðal bestu dómara á Íslandi síðustu ár
Ísak Ernir Kristinsson hefur verið talinn meðal bestu dómara á Íslandi síðustu ár vísir/anton brink
Dómaranefnd KKÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem átti sér stað í leik KR og Vals í Domino's deild kvenna í gærkvöld.

Helena Sverrisdóttir úr Val og Sóllilja Bjarnadóttir skullu saman í seinni hálfleik og lágu báðar eftir. Unnur Tara Jónsdóttir, leikmaður KR, bað um að fá að fara inn á völlinn til þess að huga að Sóllilju, en Unnur Tara er læknir.

Ísak Ernir Kristinsson, einn dómara leiksins, leyfði það ekki og gaf Unni Töru tæknivillu.

Atvikið hefur vakið mikla reiði í körfuboltasamfélaginu á Íslandi og í dag gaf dómaranefnd KKÍ frá sér tilkynningu þar sem Ísak Ernir viðurkennir að hann hafi gert mistök í að hleypa Unni Töru ekki inn á völlinn.

„Eftir á að hyggja er dómarinn þeirrar skoðunar að það hafi verið mistök af sinni hálfu að hleypa ekki leikmanninum inn á völlinn. Dómaranefnd er sammála dómaranum um að mistök hafið verið að ræða þegar að leikmanninum var synjað um að fara inn á völlinn,“ segir í tilkynningunni á vef KKÍ.

„Til fræðslu þá ber þess að geta að eingöngu liðslæknum er heimilt að fara inn á völlinn án heimildar dómara samkvæmt reglum, þjálfarar og leikmenn geta aldrei talist sem liðslæknar í þeim tilvikum.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×