Körfubolti

Viðurkennir dómaramistök í leik KR og Vals

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ísak Ernir Kristinsson hefur verið talinn meðal bestu dómara á Íslandi síðustu ár
Ísak Ernir Kristinsson hefur verið talinn meðal bestu dómara á Íslandi síðustu ár vísir/anton brink
Dómaranefnd KKÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem átti sér stað í leik KR og Vals í Domino's deild kvenna í gærkvöld.Helena Sverrisdóttir úr Val og Sóllilja Bjarnadóttir skullu saman í seinni hálfleik og lágu báðar eftir. Unnur Tara Jónsdóttir, leikmaður KR, bað um að fá að fara inn á völlinn til þess að huga að Sóllilju, en Unnur Tara er læknir.Ísak Ernir Kristinsson, einn dómara leiksins, leyfði það ekki og gaf Unni Töru tæknivillu.Atvikið hefur vakið mikla reiði í körfuboltasamfélaginu á Íslandi og í dag gaf dómaranefnd KKÍ frá sér tilkynningu þar sem Ísak Ernir viðurkennir að hann hafi gert mistök í að hleypa Unni Töru ekki inn á völlinn.„Eftir á að hyggja er dómarinn þeirrar skoðunar að það hafi verið mistök af sinni hálfu að hleypa ekki leikmanninum inn á völlinn. Dómaranefnd er sammála dómaranum um að mistök hafið verið að ræða þegar að leikmanninum var synjað um að fara inn á völlinn,“ segir í tilkynningunni á vef KKÍ.„Til fræðslu þá ber þess að geta að eingöngu liðslæknum er heimilt að fara inn á völlinn án heimildar dómara samkvæmt reglum, þjálfarar og leikmenn geta aldrei talist sem liðslæknar í þeim tilvikum.“

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.