Viðskipti innlent

Bein útsending: Ráðherrar boða einfaldara regluverk

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fundurinn hefst klukkan 9:30.
Fundurinn hefst klukkan 9:30. Vísir/Vilhelm
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra kynna aðgerðaráætlun um einföldun regluverks og boða af því tilefni til blaðamannafundar í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu mánudaginn 21. október kl: 9:30.Á fundinum verður farið yfir umfangsmiklar aðgerðir sem nú standa yfir til að einfalda regluverk á málefnasviðum ráðherranna. Miklar breytingar verða gerðar, meðal annars með því að fella brott gríðarlegan fjölda reglugerða og breytingar á ýmsum lögum til einföldundar regluverks sem mun hafa mikið að segja fyrir fólkið og atvinnulífið í landinu.Sjá einnig: Á­frýjunar­heimild Sam­keppnis­eftir­litsins af­numinMeðal annars stendur til að kynna afnám heimildar Samkeppniseftirlitsins til að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla. Í því frumvarpi verður einnig lögð til sú breyting að forstjóri Samkeppniseftirlitsins verði ráðinn af stjórn til fimm ára í senn og aðeins verði hægt að ráða sama manninn tvisvar.Fundinum er lokið en upptöku frá beinni útsendingu Vísis má sjá hér að neðan.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Á­frýjunar­heimild Sam­keppnis­eftir­litsins af­numin

Samkvæmt nýju frumvarpi ráðherra um breytingar á samkeppnislöggjöfinni verður það á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að meta hvort þau megi eiga í samstarfi. Heimild eftirlitsins um að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar til dómst
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
5,75
11
3.998
SJOVA
2,5
3
14.200
KVIKA
2,22
16
226.078
BRIM
1,49
5
59.231
ARION
1,26
3
50.701

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-2,97
7
62.426
HAGA
-2,04
4
115.400
EIK
-1,7
3
25.988
REGINN
-0,88
7
127.901
MAREL
-0,87
4
649
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.