Körfubolti

Zabas sendur heim | Njarðvíkingar leita að leikstjórnanda

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Zabas stóð ekki undir væntingum.
Zabas stóð ekki undir væntingum. mynd/umfn.is

Njarðvík hefur sagt upp samningi litháíska leikstjórnandans Evaldas Zabas.

Njarðvíkingar leita nú að nýjum leikstjórnanda að því er fram kemur í frétt á heimasíðu félagsins.

Zabas kom til Njarðvíkur fyrir tímabilið en heillaði fáa í þeim þremur leikjum sem hann lék með liðinu í Domino's deild karla.

Í leikjunum þremur skoraði Zabas 12,0 stig að meðaltali, tók 3,3 fráköst og gaf 3,3 stoðsendingar.

Njarðvík er með tvö stig í 7. sæti deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Grindavík á útivelli á föstudaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.