Óþarfa ótti Sighvatur Arnmundsson skrifar 22. október 2019 07:00 Merkilegur dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness síðastliðinn föstudag. Þar var staðfest ákvörðun úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Seðlabanka Íslands bæri að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins samning frá 2016 um stuðning vegna námsleyfis þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Ellefu mánuðir eru nú liðnir frá því að blaðamaðurinn óskaði upphaflega eftir umræddum upplýsingum. Seðlabankinn hefur á þeim tíma beitt ýmsum meðölum til að koma í veg fyrir birtingu samningsins. Það tók bankann ellefu daga að svara erindinu en þar kom fram að bankinn teldi upplýsingarnar bundnar sérstakri þagnarskyldu og þar af leiðandi ekki eiga erindi við almenning. Þessi viðbrögð stofnunarinnar koma okkur sem störfum á fjölmiðlum ekki á óvart. Það er regla frekar en undantekning að upplýsingafulltrúar opinberra stofnanna líti á það sem skyldu sína að verja sína stofnun fyrir ágangi blaðamanna. Í stað þess að líta svo á að við séum í sama liði með það að markmiði að borgarar landsins fái fregnir af því hvað hið opinbera er að sýsla við, verða talsmenn hins opinbera varir um sig þegar blaðamaður slær á þráðinn. Þessu er ágætlega lýst í nýlegri skýrslu um traust á stjórnmálum. Þar er fjallað um „vítahring vantrausts“ þar sem tregða til að veita upplýsingar getur leitt til andrúmslofts tortryggni. Slíkt spilli ekki aðeins samskiptum stjórnvalda og almennings heldur dragi beinlínis úr getu stjórnsýslunnar til að sinna hlutverki sínu. Rúmt ár er liðið frá útkomu skýrslunnar. Við sem höfum það hlutverk að upplýsa almenning um störf hins opinbera höfum enga breytingu fundið frá því skýrslan kom út. Okkar eina ráð er að láta valda kafla úr skýrslunni fylgja með öllum okkar upplýsingabeiðnum, upplýsingafulltrúum ríkisins til leiðbeiningar. Ómögulegt er að segja til um hversu oft vinnslu mála hefur verið hætt á undanförnum árum vegna tregðu stofnana við að veita upplýsingar. Sem betur fer gefast ekki allir upp heldur kæra slíkar ákvarðanir til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Vinnsla mála hjá nefndinni tekur hins vegar langan tíma sem gerir fjölmiðlum oft erfitt um vik að fjalla um mikilvæg málefni sem upp koma í þjóðfélaginu. Það tók til dæmis þáverandi blaðamann Fréttablaðsins rúmlega eitt ár og tvær kærur að fá af hentar fundargerðir kjararáðs sem fengust þó einungis að hluta til. Þrátt fyrir dóminn sem féll á föstudaginn hefur Seðlabankinn enn ekki afhent blaðamanninum umræddan samning. Góðir blaðamenn eru í liði með því sem vel er gert. Ótti ríkisins við stéttina er óþarfi, hafi það ekkert að fela Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Seðlabankinn Sighvatur Arnmundsson Stjórnsýsla Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Merkilegur dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness síðastliðinn föstudag. Þar var staðfest ákvörðun úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Seðlabanka Íslands bæri að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins samning frá 2016 um stuðning vegna námsleyfis þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Ellefu mánuðir eru nú liðnir frá því að blaðamaðurinn óskaði upphaflega eftir umræddum upplýsingum. Seðlabankinn hefur á þeim tíma beitt ýmsum meðölum til að koma í veg fyrir birtingu samningsins. Það tók bankann ellefu daga að svara erindinu en þar kom fram að bankinn teldi upplýsingarnar bundnar sérstakri þagnarskyldu og þar af leiðandi ekki eiga erindi við almenning. Þessi viðbrögð stofnunarinnar koma okkur sem störfum á fjölmiðlum ekki á óvart. Það er regla frekar en undantekning að upplýsingafulltrúar opinberra stofnanna líti á það sem skyldu sína að verja sína stofnun fyrir ágangi blaðamanna. Í stað þess að líta svo á að við séum í sama liði með það að markmiði að borgarar landsins fái fregnir af því hvað hið opinbera er að sýsla við, verða talsmenn hins opinbera varir um sig þegar blaðamaður slær á þráðinn. Þessu er ágætlega lýst í nýlegri skýrslu um traust á stjórnmálum. Þar er fjallað um „vítahring vantrausts“ þar sem tregða til að veita upplýsingar getur leitt til andrúmslofts tortryggni. Slíkt spilli ekki aðeins samskiptum stjórnvalda og almennings heldur dragi beinlínis úr getu stjórnsýslunnar til að sinna hlutverki sínu. Rúmt ár er liðið frá útkomu skýrslunnar. Við sem höfum það hlutverk að upplýsa almenning um störf hins opinbera höfum enga breytingu fundið frá því skýrslan kom út. Okkar eina ráð er að láta valda kafla úr skýrslunni fylgja með öllum okkar upplýsingabeiðnum, upplýsingafulltrúum ríkisins til leiðbeiningar. Ómögulegt er að segja til um hversu oft vinnslu mála hefur verið hætt á undanförnum árum vegna tregðu stofnana við að veita upplýsingar. Sem betur fer gefast ekki allir upp heldur kæra slíkar ákvarðanir til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Vinnsla mála hjá nefndinni tekur hins vegar langan tíma sem gerir fjölmiðlum oft erfitt um vik að fjalla um mikilvæg málefni sem upp koma í þjóðfélaginu. Það tók til dæmis þáverandi blaðamann Fréttablaðsins rúmlega eitt ár og tvær kærur að fá af hentar fundargerðir kjararáðs sem fengust þó einungis að hluta til. Þrátt fyrir dóminn sem féll á föstudaginn hefur Seðlabankinn enn ekki afhent blaðamanninum umræddan samning. Góðir blaðamenn eru í liði með því sem vel er gert. Ótti ríkisins við stéttina er óþarfi, hafi það ekkert að fela
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar