Körfubolti

Ísafjarðartröllið skrifaði undir og fimm tímum síðar óskaði ÍR eftir aðstoð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sigurður í leik með ÍR á síðustu leiktíð.
Sigurður í leik með ÍR á síðustu leiktíð. vísir/bára
Sigurður Gunnar Þorsteinsson gekk í raðir ÍR í gærkvöldi en hann skrifaði undir tveggja ára samning við Breiðhyltinga.Sigurður er oft nefndur Ísafjarðartröllið, en þaðan er hann ættaður. Hann var í lykilhlutverki hjá ÍR á síðustu leiktíð en liðið fór alla leið í úrslitarimmuna þar sem þeir töpuðu fyrir sexföldum Íslandsmeisturum KR.Í sumar fór hann svo til BC Orchies í Frakklandi en fjárhagsvandræði urðu til þess að Sigurður varð skyndilega samningslaus. Því gat hann leitað á ný ævintýri.Hann er því kominn á ný í Breiðholtið en hann kostar greinilega skildinginn ef marka má færslu körfuknattleiksdeildar ÍR.„Í ljósi nýlegra frétta þá þarf félagið á fjáröflun að halda ... Verðlaun verða veitt þeim aðila sem safnar mest,“ segir í færslu á Facebook-síðu félagsins í gær. Þeir koma til dyranna eins og þeir eru klæddir í Breiðholtinu.Þessar nýlegu fréttir eru væntanlega þær að Sigurður Gunnar hafi skrifað undir samning við liðið en reikna má með því að Sigurður hafi verið eftirsóttur.Sigurður getur leikið sinn fyrsta leik annað kvöld er ÍR-ingar mæta Þór Akureyri á útivelli á föstudagskvöldið.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.