Innlent

Sífellt fleiri greina frá kynferðisofbeldi á unglingsárum

Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Erla Björg Gunnarsdóttir skrifa
Sífellt fleiri konur greina frá grófu kynferðislegu ofbeldi sem þær hafi orðið fyrir á unglingsárum segir verkefnastýra Stígamóta. Hún telur að þetta megi rekja til þess hversu klám er aðgengilegt.

Rannsóknir hafa sýnt að áhorf á klám á netinu er meira en á margar af stærstu efnisveitum í heimi. Oft eru þetta fyrstu kynni barna af kynlífi og sem getur orðið vísir af því sem síðar kemur að sögn Steinunnar Gyðu- og Guðjónsdóttur, verkefnastýru hjá Stígamótum.

„65% stráka í tíunda bekk er að horfa á klám einu sinni í viku eða oftar og þetta er líka algengt hjá strákum í áttunda bekk þannig að við erum með stóra hópa af strákum sem eru búnir að horfa á mjög ofbeldisfullt klám áður en þeir stunda kynlíf í fyrsta skipti,“ segir hún. „Svo verður þetta af einhverju handriti sem þeir vilja leika eftir.“

Steinunn segir afleiðinguna vera að að sífellt fleiri ungar konur segi frá grófu kynferðislegu ofbeldi.

„Við sjáum mikið og gróft kynferðisofbeldi hjá yngstu hópunum og teljum það afleiðingu klámsins.“

Þetta hafi orðið kveikjan af því að ákveðið var að fara af stað með átakið „Sjúk ást“ sem hófst hjá samtökunum í febrúar 2018 og hefst aftur á næsta ári.

„Ég held að klámið sé einhver stærsti lýðheilsuvandi sem steðjar að okkar samfélagi. Við hér hjá Stígamótum erum byrjuð að sjá áhrifin af kláminu og við erum með kynslóðir núna sem eru með óheftan aðgang að klámi frá því þau eru mjög lítil. Ég hef áhyggjur af því að langtímaáhrifin verði alvarleg,“ segir Steinunn.



Klippa: Telur klám einn stærsta lýðheilsuvandann

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×