Körfubolti

Grikkinn fór aftur á kostum og sigur hjá Boston | Sjáðu helstu tilþrifin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Giannis Antetokounmpo.
Giannis Antetokounmpo. vísir/getty
Tíu leikir voru á dagskrá NBA-körfuboltans í nótt en eins og í fyrstu umferðunum var mikið stigaskor í leikjunum tíu í nótt.

Giannis Antetokounmpo heldur áfram að gera það gott en hann og félagar hans í Milwaukee töpuðu þó með fimm stiga mun, 131-126, eftir framlengingu gegn Miami.

Grikkinn fór á kostum í 1. umferðinni og hélt uppteknum hætti í dag. Hann skoraði 29 stig, tók sautján fráköst og gaf níu stoðsendingar.







Önnur góð frammistaða í tapliði var hjá Brandon Ingram sem skoraði 35 stig og tók fimmtán fráköst er New Orleans tapaði í spennutrylli gegn Houston, 126-123. Þriðja tap New Orleans.

New York Knicks tapaði sínum þriðja leik af þremur mögulegum er liðið tapaði fyrir Boston 118-95. Kemba Walker gerði 32 stig fyrir gestina frá Boston.



Öll úrslit næturinnar:

Miami - Milwaukee 131-126

Philadephia - Detroit 117-111

Orlando - Atlanta 99-103

Boston - New York 118-95

Toronto - Chicago 108-84

Indiana - Cleveland 99-110

New Orleans - Houston 123-126

Washington - San Antinoo 122-124

Sacramento - Utah 81-113

LA Clippers - Phoenix 122-130

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×