Hamingjuóskir Austur - afhjúpun Þröstur Friðfinnsson skrifar 28. október 2019 10:15 Þingsályktunartillaga um málefni sveitarfélaga, grein IV. Ég óska íbúum í Austri innilega til hamingju með glæsilega sameiningarkosningu um liðna helgi. Það er einkar mikilvægt hve kosningin var afgerandi í öllum sveitarfélögunum. Ekki síður vil ég hrósa forsvarsmönnum sveitarfélaganna fyrir það hvernig að undirbúningi var staðið. Fyrst voru íbúar spurðir hvort þeir vildu láta reyna á sameiningu, síðan var lögð mikil vinna í að meta innviði og uppbyggingarþörf á hverjum stað, hvaða þjónusta yrði að vera til staðar í hverjum hluta og hvernig stjórnkerfi nýs sveitarfélags ætti að verða. Allan tímann voru íbúar með í ráðum á samráðsfundum, allir gátu komið sínum sjónarmiðum að. Að endingu kusu svo íbúarnir um sameininguna sjálfa. Þetta er hinn eðlilegi og rétti ferill við sameiningu sveitarfélaga og ætti að hámarka líkur á að þær væntingar megi ganga eftir sem við sameininguna eru bundnar. Þessi vinnubrögð verða öðrum örugglega góð fyrirmynd við sameiningar næstu ára. Þetta afhjúpar hins vegar hve langt forysta Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur villst af leið frá sínu hlutverki. Í þeirri hrokafullu afstöðu að krefjast þess að haft verði vit fyrir íbúum minni sveitarfélaga og ákvarðað um sameiningar með lagaboði. Íbúum er fyllilega treystandi til að vita hvað þeim er fyrir bestu í þessum efnum. Sameiningar gegn vilja íbúa geta tæplega leitt til farsællar niðurstöðu. Ég skora á forystu sambandsins að hverfa aftur til síns lögboðna hlutverks að vera málsvari sameiginlegra hagsmuna allra sveitarfélaga. Ég skora á forystu sambandsins að beita frekar sínu afli gagnvart stjórnvöldum og fylgja því eftir af fullum þunga að vonir og væntingar íbúanna megi rætast. Vonir um samgöngubætur og uppbyggingu öflugs sveitarfélags með sterkum samfélögum. Því þó íbúum sé treystandi, hefur ekki endilega gilt það sama um stjórnvöld.Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Þröstur Friðfinnsson Tengdar fréttir Lýðræðið, lögfræðin og ofbeldið Í þingsályktunartillögu um málefni sveitarfélaga, er mikið talað um lýðræði, virðingu, sjálfbærni og sjálfstjórnarrétt sveitarfélaga og er það vel. 22. október 2019 10:00 Rétt og rangt um þjónustu Það er grafalvarlegt mál fyrir okkur sem stöndum að rekstri lítilla sveitarfélaga, þegar ráðamenn fullyrða margítrekað að við séum ekki að veita íbúum okkar þá þjónustu sem okkur ber að gera að lögum. 11. október 2019 12:52 Hagræðing eða þjónusta? Nú nýverið kom út skýrsla sem unnin var að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, Öflugri sveitarfélög – væntur ávinningur við sameiningu sveitarfélaga m.v. 1.000 íbúa að lágmarki. Ekkert er óljóst um tilganginn með skýrslunni, hann er að byggja enn frekar undir stefnu stjórnvalda um stækkun sveitarfélaga. 15. október 2019 14:00 Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Þingsályktunartillaga um málefni sveitarfélaga, grein IV. Ég óska íbúum í Austri innilega til hamingju með glæsilega sameiningarkosningu um liðna helgi. Það er einkar mikilvægt hve kosningin var afgerandi í öllum sveitarfélögunum. Ekki síður vil ég hrósa forsvarsmönnum sveitarfélaganna fyrir það hvernig að undirbúningi var staðið. Fyrst voru íbúar spurðir hvort þeir vildu láta reyna á sameiningu, síðan var lögð mikil vinna í að meta innviði og uppbyggingarþörf á hverjum stað, hvaða þjónusta yrði að vera til staðar í hverjum hluta og hvernig stjórnkerfi nýs sveitarfélags ætti að verða. Allan tímann voru íbúar með í ráðum á samráðsfundum, allir gátu komið sínum sjónarmiðum að. Að endingu kusu svo íbúarnir um sameininguna sjálfa. Þetta er hinn eðlilegi og rétti ferill við sameiningu sveitarfélaga og ætti að hámarka líkur á að þær væntingar megi ganga eftir sem við sameininguna eru bundnar. Þessi vinnubrögð verða öðrum örugglega góð fyrirmynd við sameiningar næstu ára. Þetta afhjúpar hins vegar hve langt forysta Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur villst af leið frá sínu hlutverki. Í þeirri hrokafullu afstöðu að krefjast þess að haft verði vit fyrir íbúum minni sveitarfélaga og ákvarðað um sameiningar með lagaboði. Íbúum er fyllilega treystandi til að vita hvað þeim er fyrir bestu í þessum efnum. Sameiningar gegn vilja íbúa geta tæplega leitt til farsællar niðurstöðu. Ég skora á forystu sambandsins að hverfa aftur til síns lögboðna hlutverks að vera málsvari sameiginlegra hagsmuna allra sveitarfélaga. Ég skora á forystu sambandsins að beita frekar sínu afli gagnvart stjórnvöldum og fylgja því eftir af fullum þunga að vonir og væntingar íbúanna megi rætast. Vonir um samgöngubætur og uppbyggingu öflugs sveitarfélags með sterkum samfélögum. Því þó íbúum sé treystandi, hefur ekki endilega gilt það sama um stjórnvöld.Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
Lýðræðið, lögfræðin og ofbeldið Í þingsályktunartillögu um málefni sveitarfélaga, er mikið talað um lýðræði, virðingu, sjálfbærni og sjálfstjórnarrétt sveitarfélaga og er það vel. 22. október 2019 10:00
Rétt og rangt um þjónustu Það er grafalvarlegt mál fyrir okkur sem stöndum að rekstri lítilla sveitarfélaga, þegar ráðamenn fullyrða margítrekað að við séum ekki að veita íbúum okkar þá þjónustu sem okkur ber að gera að lögum. 11. október 2019 12:52
Hagræðing eða þjónusta? Nú nýverið kom út skýrsla sem unnin var að ósk samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, Öflugri sveitarfélög – væntur ávinningur við sameiningu sveitarfélaga m.v. 1.000 íbúa að lágmarki. Ekkert er óljóst um tilganginn með skýrslunni, hann er að byggja enn frekar undir stefnu stjórnvalda um stækkun sveitarfélaga. 15. október 2019 14:00
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar