Körfubolti

Russell Westbrook hoppaði upp fyrir Magic og fékk kveðju frá honum á Twitter

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Russell Westbrook.
Russell Westbrook. Getty/Tim Warner

Russell Westbrook er kominn upp í annað sætið yfir þá leikmenn sem hafa náð flestum þrennum í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta.

Russell Westbrook var með þrennu í fyrsta sigurleik Houston Rockets á tímabilinu sem var jafnframt fyrsti sigurleikur Westbrook með Houston. Russell kom til Houston frá Oklahoma City Thunder í sumar þar sem hann var með þrennu að meðaltal þrjú undanfarin tímabil.

Westbrook var með 28 stig, 10 fráköst og 13 stoðsendingar þegar Houston Rockets vann 126-123 sigur á New Orleans Pelicans.Þetta var 139. þrenna Russell Westbrook í NBA-deildinni og með henni komst hann upp fyrir sjálfan Magic Johnson og upp í annað sæti listans. Efstur er áfram Oscar Robertson.

Houston Rockets hafði tapað fyrsta leiknum með Russell Westbrook og James Harden hlið við hlið en landaði sigrinum á móti Pelíkönunum. Fyrsti leikurinn tapaðist á móti Milwaukee Bucks og þar var Westbrook með 24 sitg, 16 fráköst og 7 stoðsendingar.

Oscar Robertson náði 181 þrennu á sínum ferli og Westbrook á því nokkuð í land að ná efsta sætinu. Hann var hins vegar með 34 þrennur á síðustu leiktíð og vantar 42 til að jafna Robertson á toppnum.Magic Johnson var ekkert að gráta þessar fréttir opinberlega og sendi Russel kveðju á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.

„Hamingjuóskir til Russell Westbrook fyrir að komast upp fyrir mig og vera sá sem hefur náð næstflestum þrennum í sögu NBA,“ skrifaði Magic.


NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.