Körfubolti

Lebron James og fjölskylda á vergangi vegna skógareldanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James með dóttur sinni fyrir þremur árum.
LeBron James með dóttur sinni fyrir þremur árum. Getty/Thearon W. Henderson
Skógareldarnir í Kaliforníu hafa mikil áhrif á fólk á svæðinu og meðal þeirra er Lebron James.

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kaliforníu vegna skógareldanna sem geisa í norðanverðri Kaliforníu eins og Vísir sagði frá.

Hátt í tvö hundruð þúsund manns hefur nú verið skipað að yfirgefa heimili sín í norðanverðri Kaliforníu vegna skógareldanna. Nú er komið í ljós að körfuboltastjarnan LeBron James er einn af þeim sem þurfti að yfirgefa húsið sitt.

LeBron James lét vita af því á Twitter að hann sé í raun á vergangi með fjölskyldu sína til að finna stað til að gista á eftir að rýma þurfti húsið þeirra.

Lebron James á þrjú börn með konu sinni Savannah Brinson, strákana LeBron Jr. (fæddur 2004), Bryce (fæddur 2007) og stelpuna Zhuri (fædd 2014).

„Þessir skógareldar í Los Angeles eru ekkert grín. Þurfti að rýma húsið snarlega og ég hef verið að keyra um með fjölskyldu mína til að finna samarstað. Hef ekki haft heppnina með mér hingað til,“ skrifaði Lebron James.

Lebron James er reyndar fyrir löngu kominn í hóp ofurríka fólksins í Bandaríkjunum og ætti því að eiga efni á hótelgistingu.

Það má búast við því að stærsti hluti hinna sé ekki eins góðri stöðu og hann. LeBron gæti verið að bjóða upp á smá gagnrýni á netinu með að skrifa eins dramatíska færslu og hér fyrir ofan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.