Körfubolti

Golden State komið á blað

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Curry gat loksins fagnað í nótt.
Curry gat loksins fagnað í nótt. vísir/getty
Eftir að hafa fengið tvo skelli í upphafi tímabilsins kom að því að Golden State Warriors vann leik í NBA-deildinni.Fyrstu fórnarlömb stríðsmannanna voru Pelíkanarnir frá New Orleans.Stephen Curry fór fyrir liði Golden State með 26 stigum. D'Angelo Russell skoraði 24 og Damion Lee 23.Draymond Green var öflugur í öllu með þrefalda tvennu. 16 stig, 17 fráköst og 10 stoðsendingar.Kawhi Leonard heldur svo áfram að gera það gott fyrir LA Clippers en hann skoraði 30 stig í sigri liðsins í nótt.Úrslit:Houston-Oklahoma  116-112

Milwaukee-Cleveland  129-112

New Orleans-Golden State  123-134

San Antonio-Portland  113-110

Phoenix-Utah  95-96

Sacramento-Denver  94-101

LA Clippers-Charlotte  111-96

Tengd skjöl

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.