Körfubolti

Golden State komið á blað

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Curry gat loksins fagnað í nótt.
Curry gat loksins fagnað í nótt. vísir/getty

Eftir að hafa fengið tvo skelli í upphafi tímabilsins kom að því að Golden State Warriors vann leik í NBA-deildinni.

Fyrstu fórnarlömb stríðsmannanna voru Pelíkanarnir frá New Orleans.

Stephen Curry fór fyrir liði Golden State með 26 stigum. D'Angelo Russell skoraði 24 og Damion Lee 23.Draymond Green var öflugur í öllu með þrefalda tvennu. 16 stig, 17 fráköst og 10 stoðsendingar.

Kawhi Leonard heldur svo áfram að gera það gott fyrir LA Clippers en hann skoraði 30 stig í sigri liðsins í nótt.Úrslit:

Houston-Oklahoma  116-112
Milwaukee-Cleveland  129-112
New Orleans-Golden State  123-134
San Antonio-Portland  113-110
Phoenix-Utah  95-96
Sacramento-Denver  94-101
LA Clippers-Charlotte  111-96

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.